Fótbolti

Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Freyr Alexandersson hefur fagnað mörgum Evrópusigrum í sumar.
Freyr Alexandersson hefur fagnað mörgum Evrópusigrum í sumar. EPA/Paul S. Amundsen

Freyr Alexandersson heldur áfram að gera frábæra hluti með norska félagið Brann í Evrópu.

Íslenski þjálfarinn stýrði norska félaginu í kvöld inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en liðið var fyrir leikinn öruggt með sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Brann vann 4-0 útisigur á AEK Larnaca frá Kýpur og þar með með 6-1 samanlagt eftir 2-1 sigur í fyrri leiknum í Noregi.

Hlutirnir féllu heldur betur fyrir norska félagið þegar Kýpverjarnir missti mann af velli með rautt spjald strax á 39. mínútu.

Niklas Castro kom Brann í 1-0 í uppbótatíma fyrri hálfleiks og Mads Kristian Hansen kom liðinu síðan í 2-0 á 69. mínútu.

Þriðja markið skoraði síðan Fredrik Pallesen Knudsen á 75. mínútu.

Eggert Aron Guðmundsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Brann. Sævar Atli spilaði fyrstu 65 mínúturnar en Eggert fór af velli á 77. mínútu þegar staðan var orðin 3-0.

Joachim Soltvedt innsiglaði stórsigur með fjórða markinu undir lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×