Körfubolti

Myndir: Á­falla­laus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ái!! Hilmar Smári slapp heill frá þessu óhappi.
Ái!! Hilmar Smári slapp heill frá þessu óhappi. vísir/hulda margrét

Strákarnir okkar tóku æfingu í hinni glæsilegu Spodek-höll í Katowice í dag.

Allt virtist ganga vel þann stutta tíma sem fjölmiðlar fengu að fylgjast með og allir leikmennirnir tólf virðast vera klárir í slaginn á morgun.

Eina óhappið kom í lok æfingar er Hilmar Smári Henningsson fékk bolta í punginn og þurfti smá tíma til að jafna sig. Ekkert stórmál og hann mætir ferskur til leiks á morgun.

Ísland hefur leik á EM í hádeginu á morgun er okkar menn spila við Ísrael. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi.

vísir/hulda margrét

vísir/hulda margrét



Fleiri fréttir

Sjá meira


×