Fótbolti

Ísa­bella Sara lagði upp í Meistara­deild Evrópu

Sindri Sverrisson skrifar
Ísabella Sara Tryggvadóttir fór frá Val til sænska stórliðsins Rosengård í vor.
Ísabella Sara Tryggvadóttir fór frá Val til sænska stórliðsins Rosengård í vor. Valur

Hin 18 ára gamla Ísabella Sara Tryggvadóttir átti sinn þátt í því að Svíþjóðarmeistarar Rosengård ynnu 5-0 sigur gegn Ljuboten frá Norður-Makedóníu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag.

Ísabella kom inn á sem varamaður þegar tíu mínútur voru eftir og náði á þeim tíma að leggja upp seinna mark Emiliu Larsson.

Rosengård komst yfir úr víti í lok fyrri hálfleiks og komst svo í 3-0 á fyrsta korteri seinni hálfleiksins.

Rosengård er því komið í úrslitaleik við sigurliðið úr leik Sarajevo frá Bosníu og OH Leuven frá Belgíu, en þau lið mætast í kvöld. Úrslitaleikurinn er um helgina.

Liðið sem vinnur um helgina kemst í tveggja leikja umspilseinvígi í september um sæti í sjálfri aðalkeppni Meistaradeildarinnar.

Guðrún Arnardóttir, sem kvaddi Rosengård í sumar, freistar þess einnig að komast áfram í Meistaradeildinni með sínu nýja liði Braga í Portúgal. Braga mætir Val í kvöld í Mílanó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×