Lífið

Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Friðþóra og Patrik fá húsið afhent í byrjun næstu viku.
Friðþóra og Patrik fá húsið afhent í byrjun næstu viku.

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, betur þekktur sem Prettyboitjokkó, og kærasta hans, Friðþóra Sigurjónsdóttir pílateskennari, hafa fest kaup á 236 fermetra einbýlishúsi í Áslandshverfi í Hafnarfirði. Parið keypti húsið af móðursystur Patriks, Rut Helgadóttur og eiginmanni hennar Jóhanni Ögra Elvarssyni.

Húsið fór ekki á formlega sölu en þegar það var auglýst í fyrra var ásett verð 199 milljónir króna. Parið keypti húsið undir því verði samkvæmt heimildum Lífsins.

Friðþóra og Patrik settu nýverið íbúð sína við Svöluás í sama hverfi á sölu og eru nú í óða önn að undirbúa flutningana en þau fá húsið afhent í næstu viku.

Húsið var byggt árið 2002 og er á tveimur hæðum með góðri lofthæð og einstöku útsýni. Auk þess er 43 fermetra bílskúr. Umhverfis húsið er skjólsæll og stór gróinn garður.

Eld­hús, borðstofa og stofa eru samliggj­andi á efri hæðinni sem er opin og björt með gólfsíðum gluggum. Þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir sem snúa í suðvestur. Eldhúsið er prýtt dökkri eikarinnréttingu sem nær upp í loft og stórri eldhúseyju með gráum stein á borðum og góðu vinnuplássi. Á gólfum eru dökkar flísar.

Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.