Segir að Dowman sé eins og Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2025 08:30 Max Dowman átti eftirminnilega innkomu í leik Arsenal og Leeds United. epa/ANDY RAIN Theo Walcott sparaði ekki stóru orðin þegar hann fjallaði um frammistöðu hins fimmtán ára Max Dowman í 5-0 sigri Arsenal á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Hann sagði að strákurinn spilaði eins og sjálfur Lionel Messi. Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0. Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Dowman lék sinn fyrsta leik fyrir Arsenal gegn Leeds á laugardaginn. Hann lét til sín taka, sýndi góða takta og fiskaði meðal annars vítaspyrnu sem Viktor Gyökeres skoraði úr. Walcott, sem lék með Arsenal í tólf ár, hreifst af innkomu Dowmans og sérstaklega af því hvernig hann fór með boltann. „Það sem er hrífandi er að Mikel Arteta leyfi honum að gera þetta því þetta er hans styrkur. Hann ber boltann áfram og er fljótari með hann,“ sagði Walcott. „Hann er eins og Messi. Ég man eftir að hafa spilað við Messi. Þegar hann var ekki með boltann var hann ekkert sérstaklega fljótur. Kannski var það vegna þess að ég var fljótari en flestir. En þegar hann fékk boltann sveif hann framhjá mönnum, framhjá mér auðveldlega. Dowman hefur þetta.“ Walcott var einnig hrifinn af því hvernig Dowman bar sig inni á vellinum og sagði að strákurinn hefði verið algjörlega óhræddur. „Hann hefur hæfileika sem er ekki hægt að kenna því hann spilar af svo miklu frjálsræði. Stundum tölum við um að það sé leiðinlegt að horfa á fótbolta. Það er ekki leiðinlegt að fylgjast með honum,“ sagði Walcott. „Hann er alltaf svo jákvæður þegar hann er með boltann og ég kann að meta svoleiðis leikmenn. Þeir eru hressandi.“ Dowman fæddist á gamlársdag 2009 og því eru enn nokkrir mánuðir þar til hann verður sextán ára. Arsenal er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, með sex stig og markatöluna 6-0.
Enski boltinn Tengdar fréttir Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25 Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01 Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20 Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Sjá meira
Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Bukayo Saka, kantmaður Arsenal, fór meiddur af velli í leik liðsins við Leeds United á laugardag. Hann verður frá um hríð og missir af mikilvægum leik við Englandsmeistara Liverpool. 25. ágúst 2025 09:25
Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Hinn 15 ára gamli Max Dowman skráði sig í sögubækurnar í dag þegar hann kom inn á sem varamaður í leik Arsenal og Leeds en Dowman varð þar með annar yngsti leikmaður í sögu deildarinnar og jafnframt aðeins sá þriðji sem þreytir frumraun sína 15 ára gamall. 23. ágúst 2025 23:01
Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Arsenal hefur nú formlega tilkynnt um kaupin á enska landsliðsmanninum Eberechi Eze frá Crystal Palace. Kaupverðið nemur 60 milljónum punda að meðtöldum 8 milljóna punda aukagreiðslum. 23. ágúst 2025 16:20
Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Arsenal er með fullt hús stiga eftir tvær fyrstu umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann öruggan 5-0 sigur á Leeds í dag. 23. ágúst 2025 16:01