„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sindri Sverrisson skrifar 24. ágúst 2025 09:31 Hlynur Andrésson og José Sousa á verðlaunapallinum. Eins og sjá má á skjáskotinu hægra megin var Hlynur ekki ánægður með að Sousa skyldi nýta hann sem skjól fyrstu 30 km hlaupsins. Samsett/ÍBR/Instagram Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. Þeir Hlynur og Sousa voru í sérflokki í maraþoninu en Sousa endaði fyrstur, á 02:23:55 eða tæpum þremur mínútum á undan Hlyni. Aðstæður voru erfiðar vegna vinds og var Hlynur talsvert frá sínu markmiði um að slá brautarmetið (2:17:06), í þessu öðru maraþoni sínu á ferlinum. Í fyrstu tilraun sló hann Íslandsmetið þegar hann hljóp á 2:13:37 árið 2021 í Dresden. Hlynur lýsti sinni upplifun af hlaupinu í gær í færslu á Instagram og sagði ýmislegt hafa mátt fara betur. Hann hafði vonast eftir aðstoð við að verjast vindinum, sérstaklega í fyrri hlutanum en keppendur í hálfmaraþoni hlupu of hægt til þess að hann gæti nýtt þá. Þá var lítil hjálp í Sousa og segir Hlynur hegðun Portúgalans ekki til fyrirmyndar: „Hlaupið endaði sem einvígi á milli míns og Portúgala sem vann hlaupið í fyrra, en hann hljóp meter fyrir aftan mig alla okkar samleið og fékk þar gott skjól gegn vindinum. Það hefur aldrei verið minn stíll að gera slíkt enda er horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum, í staðinn fyrir að vinna saman og deila álaginu,“ skrifar Hlynur. Það var þó fleira sem hefði mátt betur fara því Hlynur segir að sér hafi verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Hann fer þó ekki í neinar grafgötur með það að hann hefði getað betur og segir Sousa hafa átt skilið að vinna: „Þegar öllu er á botninn hvolft þá hljóp hann betra hlaup en ég og á því sigurinn verðskuldaðan. Þetta var mitt annað maraþon sem ég klára og eitt af markmiðunum var að kynnast vegalengdinni betur, sem ég svo sannarlega gerði. Vill þakka öllum sem studdu mig á leiðinni, það gerði helling fyrir mig, sérstaklega í endann.“ View this post on Instagram A post shared by Hlynur Andrésson (@hlynurand12) Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. 23. ágúst 2025 12:30 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Þeir Hlynur og Sousa voru í sérflokki í maraþoninu en Sousa endaði fyrstur, á 02:23:55 eða tæpum þremur mínútum á undan Hlyni. Aðstæður voru erfiðar vegna vinds og var Hlynur talsvert frá sínu markmiði um að slá brautarmetið (2:17:06), í þessu öðru maraþoni sínu á ferlinum. Í fyrstu tilraun sló hann Íslandsmetið þegar hann hljóp á 2:13:37 árið 2021 í Dresden. Hlynur lýsti sinni upplifun af hlaupinu í gær í færslu á Instagram og sagði ýmislegt hafa mátt fara betur. Hann hafði vonast eftir aðstoð við að verjast vindinum, sérstaklega í fyrri hlutanum en keppendur í hálfmaraþoni hlupu of hægt til þess að hann gæti nýtt þá. Þá var lítil hjálp í Sousa og segir Hlynur hegðun Portúgalans ekki til fyrirmyndar: „Hlaupið endaði sem einvígi á milli míns og Portúgala sem vann hlaupið í fyrra, en hann hljóp meter fyrir aftan mig alla okkar samleið og fékk þar gott skjól gegn vindinum. Það hefur aldrei verið minn stíll að gera slíkt enda er horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum, í staðinn fyrir að vinna saman og deila álaginu,“ skrifar Hlynur. Það var þó fleira sem hefði mátt betur fara því Hlynur segir að sér hafi verið vísað út af brautinni á mikilvægum tímapunkti í hlaupinu. Hlynur sýndi á Instagram útúrdúrinn sem hann tók í hlaupinu eftir að hafa verið beint í ranga átt þegar hann hafði hlaupið um 30 kílómetra.Skjáskot/hlynurand12 „Eftir 30km er mér svo beint af brautarverði að beygja upp á Sævarhöfða í staðinn fyrir að halda beint áfram eins og við áttum að gera. Portúgalinn gerði ekki sömu mistök og græddi strax 50 metra bil á mig. Ég reyndi að elta hann niður en hafði eytt of mikilli orku fyrsta helminginn og ég byrjaði þá að lenda í vandræðum,“ skrifar Hlynur. Hann fer þó ekki í neinar grafgötur með það að hann hefði getað betur og segir Sousa hafa átt skilið að vinna: „Þegar öllu er á botninn hvolft þá hljóp hann betra hlaup en ég og á því sigurinn verðskuldaðan. Þetta var mitt annað maraþon sem ég klára og eitt af markmiðunum var að kynnast vegalengdinni betur, sem ég svo sannarlega gerði. Vill þakka öllum sem studdu mig á leiðinni, það gerði helling fyrir mig, sérstaklega í endann.“ View this post on Instagram A post shared by Hlynur Andrésson (@hlynurand12)
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47 Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. 23. ágúst 2025 12:30 Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54 Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Fjölmargir einstaklingar og hópar hlupu til styrktar góðra málefna í Reykjavíkurmaraþoninu í dag en hinn fimmtán ára Magnús Máni Magnússon og hans fylgdarlið vöktu sérstaka athygli. 23. ágúst 2025 19:47
Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. 23. ágúst 2025 12:30
Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Hlaupakonan frábæra Elísa Kristinsdóttir vann afar öruggan sigur í hálfmaraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í dag og kveðst hafa náð algjörum draumatíma þrátt fyrir mikinn vind. 23. ágúst 2025 10:54
Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Dagur Benediktsson hljóp hraðast allra í æsispennandi hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í Reykjavík í dag. „Sæluvíma“ og „draumur“ sagði hann eftir komuna í mark. 23. ágúst 2025 10:31