Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2025 11:46 Hlynur Andrésson ætlaði sér að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu en það hefur staðið síðan 1993 og er aðeins eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni „Ég er ekki alveg nógu ánægður,“ sagði Hlynur Andrésson eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í maraþoni í dag. Hann var nefnilega nokkuð langt frá brautarmetinu sem hann hugðist slá, í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, í erfiðum aðstæðum í dag. Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér. Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Hlynur kom annar í mark í dag á eftir Portúgalanum Jose Sousa og var tími hans 2:26:51 klukkustundir. Íslandsmet Hlyns er 2:13:37 og hefur staðið í fjögur ár en hlaupið í dag var aðeins annað heila maraþon þessa magnaða hlaupara úr Vestmannaeyjum. Sousa hljóp á 2:23:55. „Ég fékk nokkra hluti á móti mér í dag. Bæði mótvind fyrri helminginn og svo engan í hálfmaraþoninu til að hjálpa mér að sjá um hraðann. Svo var ég með einn útlending á öxlinni á mér allan tímann, eða í þrjátíu kílómetra, sem hjálpaði mér ekkert. Þetta var rosalega erfitt hlaup,“ sagði Hlynur en viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Hlynur svekktur þrátt fyrir titil í maraþoni „Þetta er bara í annað sinn sem ég klára maraþon. Í fyrsta sinn sem ég gerði það sló ég Íslandsmetið og svo er þetta númer tvö. Þetta var að vísu þrettán mínútum hægar þannig að ég get ekki verði mjög sáttur. Maður þarf að halda í það jákvæða. Ég gerði mitt besta og er sáttur við það,“ sagði Hlynur og útskýrði betur hvers vegna aðstæður hefðu verið svo erfiðar í dag, vegna vindsins: „Þú ert svo berskjaldaður úti á Granda, Ægissíðunni og Sæbrautinni. Það er rosalega erfitt að berjast við hann. Það tekur svo mikla orku úr þér,“ sagði Hlynur en bætti við að dagurinn í dag væri engu að síður frábær dagur fyrir íslenska hlaupasamfélagið. Nú ætlar Hlynur hins vegar að taka sér smápásu, meta stöðuna og sjá til hvað næsta ár gæti borið í skauti sér.
Frjálsar íþróttir Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslendingar spila jólabolta á Englandi Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Jólagleði í Garðinum Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum „Ég elska peninga“ Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira