99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. ágúst 2025 12:05 Kvenfélagskonur munu taka vel á móti heimamönnum og gestum í dag á hátíð dagsins á Borg. Aðsend Rótgróin sveitahátíð fer fram á Borg í Grímsnesi í dag, sem er skipulögð af Kvenfélagi Grímsneshrepps og kallast Grímsævintýri. Meðal atriða dagsins er tombóla, sem er nú haldin í 99 sinn. Dagskrá Grímsævintýra á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 í dag en frír aðgangur er á hátíðina, sem hefur glatt gesti í áratugi og nýtur mikillar vinsælda meðal heimamanna, sem og gesta. Kvenfélag Grímsneshrepps hefur veg og vanda af hátíð dagsins en Laufey Guðmundsdóttir er ein af kvenfélagskonum og veit því allt um dagskrá dagsins. „Þetta er hátíð, sem að hefur mótast utan um tombóluna okkar, sem er 99 ára í ár en hún hefur verið haldin frá 1926 og við erum búin að bæta við hana reglulega. Það er markaður líka, Brúðubílinn kemur á svæðið, við verðum með blúndukaffi, það er sem sagt heimabakað bakkelsi og kaffisala. Hjálparsveitin Tintron kemur og sýnir tæki sín og tól og eru líka að aðstoða okkur að vera með klifurvegg fyrir krakkana,” segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, stolt kvenfélagskona í Kvenfélagi Grímsneshrepps, sem heldur utan um dagskrá dagsins með sínum konum þegar Grímsævintýri fer fram á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag.Aðsend Þetta er ótrúlega flott og vel gert hjá ykkur, ertu ekki stolt? „Við gerum okkar besta að gera gott fyrir samfélagið og gesti,” segir Laufey. Og þessi tombóla ykkar, hún er ótrúlega merkileg eða hvað? „Já, hún er svolítið merkilegt og það eru til margar skemmtilegar sögur af henni í gegnum árin. Við erum sem sagt með yfir 2.500 miða og það eru engin núll”. Félagar í Tintron munu taka virkan þátt í deginum.Aðsend Og vinningarnir eru glæsilegir segir Laufey eins og til dæmis út að borða eða hótelgisting, auk allskonar afþreyingar. Eruð þið margar í kvenfélaginu? „Já, okkur hefur verið að fjölga síðustu árin og eru komnar yfir 70 konur, sem er bara vel gert myndi ég segja,” segir Laufey að lokum. Það er alltaf mikið af fólki, sem mætir á Grímsævintýri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Dagskrá Grímsævintýra á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi hefst klukkan 13:00 og stendur til klukkan 16:00 í dag en frír aðgangur er á hátíðina, sem hefur glatt gesti í áratugi og nýtur mikillar vinsælda meðal heimamanna, sem og gesta. Kvenfélag Grímsneshrepps hefur veg og vanda af hátíð dagsins en Laufey Guðmundsdóttir er ein af kvenfélagskonum og veit því allt um dagskrá dagsins. „Þetta er hátíð, sem að hefur mótast utan um tombóluna okkar, sem er 99 ára í ár en hún hefur verið haldin frá 1926 og við erum búin að bæta við hana reglulega. Það er markaður líka, Brúðubílinn kemur á svæðið, við verðum með blúndukaffi, það er sem sagt heimabakað bakkelsi og kaffisala. Hjálparsveitin Tintron kemur og sýnir tæki sín og tól og eru líka að aðstoða okkur að vera með klifurvegg fyrir krakkana,” segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, stolt kvenfélagskona í Kvenfélagi Grímsneshrepps, sem heldur utan um dagskrá dagsins með sínum konum þegar Grímsævintýri fer fram á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag.Aðsend Þetta er ótrúlega flott og vel gert hjá ykkur, ertu ekki stolt? „Við gerum okkar besta að gera gott fyrir samfélagið og gesti,” segir Laufey. Og þessi tombóla ykkar, hún er ótrúlega merkileg eða hvað? „Já, hún er svolítið merkilegt og það eru til margar skemmtilegar sögur af henni í gegnum árin. Við erum sem sagt með yfir 2.500 miða og það eru engin núll”. Félagar í Tintron munu taka virkan þátt í deginum.Aðsend Og vinningarnir eru glæsilegir segir Laufey eins og til dæmis út að borða eða hótelgisting, auk allskonar afþreyingar. Eruð þið margar í kvenfélaginu? „Já, okkur hefur verið að fjölga síðustu árin og eru komnar yfir 70 konur, sem er bara vel gert myndi ég segja,” segir Laufey að lokum. Það er alltaf mikið af fólki, sem mætir á Grímsævintýri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira