Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Stefán Árni Pálsson skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Of Monsters and Men hafa komið fram hjá öllum stærstu spjallþáttastjórnendum heimsins. Hljómsveitin Of Monsters and Men bar sigur úr býtum í Músíktilraunum árið 2010 þegar að meðlimir sveitarinnar voru um og yfir tvítugt. Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan. Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Boltinn rúllaði hratt og náði sveitin heimsathygli með útgáfu fyrstu plötunnar, My Head is an Animal ári síðar. Lítið hefur heyrst til sveitarinnar síðustu ár en síðasta plata þeirra, Fever Dream, kom út fyrir sex árum síðan. Nú er hins vegar ný plata væntanleg og tónleikaferðalag hefst í haust. Að því tilefni hittum við í Íslandi í dag þrjá af fimm meðlimum sveitarinnar í stúdíói þeirra í Garðabæ, Skarkala, og fórum yfir ferilinn. Meðlimir OMAM, eins og sveitin er oft kölluð, passa vel upp á hvort annað, sér í lagi þegar að hasarinn var mikill í árdaga sveitarinnar og heimsfrægðin bankaði að dyrum. Þá pössuðu þau upp á að halda jarðtengingu og gera enn en viðurkenna að vissulega hafi mörg súrrealísk móment einkennt þessi fyrstu ár. Til dæmis þegar að þau biðu eftir því að koma fram í spjallþætti Jay Leno og styttu stundirnar með að tala við fjölskyldur sínar á Facetime. Þá gerði spjallþáttastjórnandinn sér lítið fyrir og vinkaði familíunni. Milljarður í spilun Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna, svo sem MTV Awards, Bilboard Music Awards og auðvitað Hlustendaverðlauna FM957, Bylgjunnar og X-ins. Lög sveitarinnar hafa heyrst í fjölmörgum sjónvarpsþáttum og bíómyndum, svo sem The Secret Life of Walter Mitty, The Hunger Games, Sweet Tooth og Grey’s Anatomy. Það er óumdeilanlegt að fyrsti slagari sveitarinnar, Little Talks, er langvinsælasta lagið og braut nýverið þúsund milljóna múr Spotify. Já, það er búið að spila það rúmlega þúsund milljón sinnum. „Ég skil ekki alveg þessa tölu,“ segja meðlimir sveitarinnar í Íslandi í dag sem hægt er að horfa á hér fyrir neðan.
Ísland í dag Of Monsters and Men Tónlist Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira