Golf

McIl­roy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rory McIlroy tók með sér öll Mastersmótsflöggin úr verslun mótsins.
Rory McIlroy tók með sér öll Mastersmótsflöggin úr verslun mótsins. EPA/ERIK S. LESSER

Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tæmdi búðina á Mastersmótinu eftir að hann tryggði sér sigurinn á mótinu í vor. Með þessum sigri á Augusta í apríl fullkomnaði McIlroy risamótaalslemmuna.

McIlroy er aðeins einn af sex kylfingum sem hefur tekist að vinna öll fjögur risamótin í golfinu.

Hann tók ekki aðeins bikarinn, græna jakkann og verðlaunaféð með sér heim.

McIlroy sagði frá því að hann hafði keypt ellefu hundruð Mastersmóts smáfána í verslun mótsins og tekið þau með sér heim frá Augusta National.

„Við tókum með okkur alla ellefu hundruð smáfánana sem voru eftir,“ sagði Rory McIlroy sem tryggði sér sigurinn á Mastersmótinu 11. apríl síðastliðinn.

McIlroy hefur haft nóg að gera í að árita alla þessa litlu Mastersfána.

„Það hefur verið nóg að gera í því en ég verð aldrei leiður á því að árita þá. Ég beið í sautján ár eftir því að skrifa í miðjuna á svona fána og ég ætla því aldrei að kvarta þegar ég er beðin um slíkt,“ sagði McIlroy. Smáfánarnir eru notaðir á stangirnar á flötunum en á þeim er merki Mastersmótsins.

Kylfingar eru alltaf að árita þessa smáfána fyrir áhugafólk en það er aftur á móti óskráð regla í golfheiminum að aðeins Mastersmeistarinn megi árita fánann innan útlína Bandaríkjanna á þessu frægasta merki golfíþróttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×