Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 14:30 Milos Kerkez er einn af nýju mönnunum hjá Liverpool sem hafa gert liðið líkara PSG að mati Arnars Gunnlaugssonar. Samsett/EPA/Sýn Sport „Ég man ekki eftir að meistaralið hafi breyst svona mikið á svona stuttum tíma,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson um Englandsmeistara Liverpool, í Sunnudagsmessunni á Sýn Sport. Hann segir breytingarnar veita þá tilfinningu að Arne Slot vilji herma eftir Evrópumeisturum PSG. Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Arnar og Ólafur Kristjánsson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í hinum vikulega þætti Sunnudagsmessunnar og hér að neðan má sjá brot af umræðunni um meistara Liverpool, eftir 4-2 sigurinn á Bournemouth í fyrsta leik. Klippa: Sunnudagsmessan - Breytingar hjá Liverpool „Eftir að þeir vinna titilinn kaupa þeir tvo ólíka bakverði, tvo ólíka framherja, fá Wirtz inn… dýnamíkin í liðinu hefur algjörlega breyst og það á eftir að koma í ljós hvort að þetta herbragð heppnast eða ekki hjá Arne Slot,“ sgaði Arnar. „Þegar Slot tekur við þá breytir hann voðalega litlu en hann fær leikmenn í gang sem að voru ekki alveg að tikka hjá Klopp, fer í gegnum þetta síðasta tímabil og vinnur titilinn. Núna í sumar hefur hann hrært mikið meira í, sem er oft gott eftir að þú vinnur titilinn til að stuða aðeins mannskapinn,“ sagði Ólafur. Leikmenn sem eru líkari PSG-mönnum Arnar kom svo með þá kenningu að kannski væri Slot með PSG sem ákveðna fyrirmynd en franska liðið sló Liverpool út úr Meistaradeildinni á síðustu leiktíð: „Mér finnst eins og hann sé undir svaka áhrifum frá Paris Saint-Germain. Þessi nýi fótbolti snýst um þetta „rotation“, að menn séu að skipta ört um stöður og svæði. Nýjabrumið er svolítið þar þessa dagana í fótboltanum. Og bara með því að skipta Frimpong inn fyrir Trent þá ertu að fá meiri Hakimi-týpu, sem vill fara fram á við, og með því að fá Kerkez inn fyrir Robertson ertu að fá Mendes-týpu, og með því að fá Wirtz inn og færa Szoboszlai aftar eða úr liðinu, þá færðu áfram hlaupagetu en líka klassafótboltamann. Í senternum færðu svo Ekitiké sem mikið meiri „link up“-leikmann, í ætt við Dembele, sem vill koma niður og tengja spil og þess háttar. Kannski varð Slot fyrir svona svakalegum áhrifum af PSG þegar þeir duttu út. Mér finnst þetta eins og copy-paste frá þeim,“ sagði Arnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31 „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00 „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
Klárlega búið að vanmeta Man. City Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir alveg ljóst að fólk hafi vanmetið Manchester City í umræðum um það hverjir séu líklegastir til að landa Englandsmeistaratitlinum í fótbolta næsta vor. Það geti þó aftur skipt sköpum hve erfið meiðsli Rodri hafi glímt við. 19. ágúst 2025 10:31
„Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Ólafur Kristjánsson var hrifinn af frammistöðu Hugos Ekitike í fyrsta leik hans fyrir Liverpool. 18. ágúst 2025 14:00
„Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Arnar Gunnlaugsson segir að Altay Bayindir, markvörður Manchester United, hefði gert sig sekan um slæm mistök í markinu sem Riccardo Calafiori skoraði fyrir Arsenal í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær. Ólafur Kristjánsson tók undir með Arnari en sagði þó að ekki væri alfarið hægt að skella skuldinni á tyrkneska markvörðinn. 18. ágúst 2025 12:03