Erfitt að horfa á félagana detta út Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Hilmar Smári segir erfitt að sjá landsliðsfélaga kvarnast úr hópi Íslands en fagnar því að lokahópurinn sé klár. Spennan er mikil fyrir EM. Vísir/Bjarni „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira