Lífið

Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helena er deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur
Helena er deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur

„Maður kemur til vinnu og veit aldrei við hverju er að búast,“ segir Helena Gylfadóttir í þætti af Íslandi í dag sem var á Sýn í síðustu viku.

Helena er deildarstjóri hjá Dýraþjónustu Reykjavíkur og einnig í Húsdýragarðinum í Laugardal. Dýraþjónusta Reykjavíkur tekur á öllum málum sem snúa að dýrum í borgarlandinu, hvort sem það eru villt dýr í hremmingum, týnd gæludýr eða ónæði af málleysingjum og því geta sum málin tekið verulega á. Helena segist samt vera í draumavinnunni og gæti ekki hugsað sér annan starfsvettvang.

Helena leiðir okkur um Húsdýragarðinn í Íslandi í dag og þegar kemur að því að velja sinn stað í garðinum fer ekkert á milli mála hvaða staður er í sérstöku uppáhaldi - Selalaugin.

Selirnir eru raunar dýrin sem koma henni mest á óvart, þó þau geti verið nokkuð skapstygg. Við fáum líka að kynnast svínunum, fálkanum Ljúfu og refnum Heiðari svo fátt eitt sé nefnt.

Síðan býður Helena okkur heim til sín þar sem búa kötturinn Þruma og kettlingurinn Gúrka.

„Kettirnir eiga heima hérna og við fáum bara að vera með,“ segir Helena en heimilið er undirlagt af kattadóti. Helena hefur meira að segja heklað föt í stíl á sig og Þrumu og kennt henni allskyns trix sem sumir halda að séu kannski fyrir hunda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.