Lífið

Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Martin og Anna María selja fallega íbúð í Garðabæ.
Martin og Anna María selja fallega íbúð í Garðabæ. Vísir/Ívar

Martin Hermannsson, landsliðsfyrirliði í körfubolta, og unnusta hans, Anna María Bjarnadóttir, hafa sett íbúð sína við Holtsveg í Urriðaholti á sölu. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Um er að ræða 128 fermetra íbúð á fyrstu hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi sem byggt var árið 2016. Húsið er hannað af innanhúsarkitektunum Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnadóttur.

Martin og Anna María hafa innréttað íbúðina á smekklegan máta þar sem hlýlegir litatónar, vandaðar mublur og fagurfræði er í aðalhlutverki.

Íbúðin er vel skipulögð og rúmgóð og skiptist í forstofu, stofu, borðstofu og eldhús í samliggjandi rými, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Þar af er hjónaherbergi með litlu fataherbergi. Tveir inngangar eru inn í íbúðina, annar er sameiginlegur af stigagangi og hinn liggur beint inn í eldhúsið.

Allar innréttingar í íbúðinni eru úr dökkri eik sem gefa heildarmyndinni sjarmerandi yfirbragð.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Stofa, borðstofa og eldhús er samliggjandi í opnu og björtu rými.
Í eldhúsinu er rúmgóð innrétting með stórri eldhúseyju sem hægt er að stija við.
Góð þvottaaðstaða er inni á baðherbergi.
Hjónaherbergi er sérlega rúmgott með litlu fataherbergi.
Tvö barnaherbergi eru í íbúðinni.
Andyrið er með stórum og fataskápum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.