Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lukas Nmecha fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Leeds United í kvöld.
Lukas Nmecha fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Leeds United í kvöld. Getty/George Wood

Nýliðar Leeds United byrjuðu tímabilið á besta mögulegan hátt eftir 1-0 sigur á Everton á Elland Road í kvöld í lokaleik fyrstu umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu sem var dæmd á James Tarkowski, fyrirliða Everton, fyrir að verja skot með hendinni. Lukas Nmecha skoraði af öryggi úr vítinu og tryggði sínum mönnum þrjú stig.

Tarkowski hallaði sér fyrir skot leikmanns Leeds með höndina upp við líkamann en dómararnir mátu sem svo að hann væri ekki í eðlilegri líkamsstöðu þegar boltinn fór í hendi hans.

Dómnum var ekki breytt í Varsjánni og þessi dómur réði úrslitum í leiknum.

Nýliðarnir í Leeds voru munu líflegri framan af leik en Everton reyndi meira að sækja sigurinn í seinni hálfleiknum. Þá urðu skyndisóknir heimamanna hættulegri og ein slík skilaði vítaspyrnu á 84. mínútu.

Jack Grealish byrjaði á bekknum í sínum fyrsta leik fyrir Everton en tókst ekki að bjarga málunum ekki frekar en félögum hans.

Heilt yfir var þetta frekar lokaður leikur á milli liða sem gætu verið að berjast á svipuðu stað á botni deildarinnar.

Everton byrjar sitt fjórða tímabil í röð á tapi en Leeds hélt upp á endurkomu sína í deild þeirra bestu með flottum sigri sem stuðningsmennirnir fögnuðu vel.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira