Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 16:32 Jack Harrison gæti hafa fundið leið til að hressa við stuðningsmenn sem voru óánægðir með að hann tæki ekki slaginn með Leeds í næstefstu deild. Samsett/Getty Fótboltamaðurinn Jack Harrison þarf að vinna til baka traust stuðningsmanna Leeds og hann gæti hafa tekið stórt skref í rétta átt með því að bjóða upp á fría drykki fyrir leik kvöldsins, þegar liðið spilar að nýju í ensku úrvalsdeildinni og mætir þar Everton. Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar. Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Hinn 28 ára gamli Harrison kvaddi Leeds þegar liðið féll fyrir tveimur árum og hefur spilað sem lánsmaður með Everton í úrvalsdeildinni síðan þá, við litla kátínu hluta af stuðningsmannahópi Leeds. Núna, þegar Leeds hefur unnið sér sæti í efstu deild að nýju, verður Harrison hins vegar með liðinu og það má segja að hann hafi gert sitt til að mýkja stuðningsmenn fyrir leikinn við Everton, sem hefst klukkan 19 á Sýn Sport. Harrison hafði nefnilega samband við barinn The Moot Hall Arms, í miðborg Leeds, og sá til þess að stuðningsmenn sem þangað kæmu fengju einn frían drykk hver; bjór, vín eða gos. Í tilkynningu frá barnum segir að Harrison hafi áður verið í samstarfi við eigendurna þegar peningum var safnað til góðgerðamála, en að í þetta sinn vilji hann gleðja stuðningsmenn sem eflaust hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá aftur úrvalsdeildarfótbolta á Elland Road. Í hans höndum að vinna til baka traust stuðningsmanna Í síðasta mánuði sagði Daniel Farke, stjóri Leeds, að hann hygðist nýta krafta Harrison sem á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið. „Jack á að baki marga leiki í úrvalsdeildinni og það væri heimskulegt af okkur að vilja ekki nýta það. Vissulega er þetta snúið þegar menn hafa verið tvö ár í burtu en sú ákvörðun var tekin fyrir minn tíma,“ sagði Farke eftir vináttuleik við Manchester United í Stokkhólmi fyrir mánuði. „Núna er hann aftur með okkur. Hann er frábær náungi, harðduglegur og áreiðanlegur. Það er í hans höndum að vinna til baka trú og traust manna,“ sagði Farke en nefndi þó ekki að fríir drykkir væru lykillinn að því heldur stöðug og góð frammistaða innan vallar.
Enski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira