„Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2025 12:33 Henry Birgir Gunnarsson og Máni Pétursson fóru yfir málin í Subway-settinu í gærkvöld, eftir fimm leikja dag í Bestu deild karla. Sýn Sport Máni Pétursson flutti þrumuræðu í Subway Tilþrifunum í gærkvöld og sagði það sorglega stöðu að Stjarnan hefði talið sig þurfa að kaupa þrjá útlendinga inn í fótboltalið sitt á skömmum tíma. Nú hlyti krafan að vera Íslandsmeistaratitill í haust, annars væri um misheppnaða tilraun að ræða. „Miðað við það sem er búið að vera að gerast í Garðabænum síðustu daga þá held ég að þessi sigur hafi verið mjög mikilvægur,“ sagði Máni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld, eftir 2-1 sigur Stjörnunnar gegn Vestra. Klippa: Þrumuræða Mána um Stjörnuna Máni fór svo mikinn og leyndi því ekki að hann talaði sem Stjörnumaður, frekar en einhver óháður sérfræðingur, um það að Stjarnan hefði samið við tvo landsliðsmenn Síerra Leóne (Ibrahim Turay og Alpha Conteh) og Hollendinginn Damil Dankerlui sem á yfir 150 leiki í efstu deild Hollands. Áður hafði félagið fengið Steven Caulker sem spilandi aðstoðarþjálfara. „Ég held að þeir séu bara að stefna á það að vinna þennan Íslandsmeistaratitil og staðan er þannig núna að þeir eru komnir í bílstjórasætið með það ef þeir bara vinna þá leiki sem eftir eru af þessu móti,“ sagði Máni sem lýsti gjörbreyttri stefnu Stjörnunnar í leikmannamálum sem áhættufjárfestingu: „Hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega“ „Þetta er afrakstur þess sem hefur verið að gerast. Það er búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum sem verður til þess að ákveðnir leikmenn eru seldir út og þú hefur ekki neitt til að „replacea“ þetta, því þú hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega. Þá er ég að tala um innviðina hjá félaginu. Það er ótrúlega dapurt því Stjarnan er líklega, ásamt Breiðabliki, með besta unglingastarfið í gegnum tíðina. Hefur verið að búa til mikið af ungum og flottum leikmönnum. Það fylgir því ákveðin sorg að horfa á að Stjarnan þurfi að kaupa þrjá útlendinga til að setja inn í liðið. Skýringin sem er notuð er að leikmenn sem þeir voru að nota í aukahlutverkum, að það eigi að „replacea“ þá með rándýrum leikmönnum, sem er náttúrulega mjög áhugavert. Það segir mér bara að þeir ætli að ná þessum árangri [að verða Íslandsmeistarar]. Ég segi að þetta sé áhættufjárfesting að því leyti að ef að Stjarnan vinnur ekki Íslandsmeistaratitilinn þá myndi ég segja að þetta sé ekki nógu vel heppnað. Og ef þeir ná til dæmis ekki Evrópusæti eftir þetta þá held ég að menn þurfi að fara í verulega naflaskoðun og einhverjir hausar að hugsa sinn gang,“ sagði Máni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
„Miðað við það sem er búið að vera að gerast í Garðabænum síðustu daga þá held ég að þessi sigur hafi verið mjög mikilvægur,“ sagði Máni á Sýn Sport Ísland í gærkvöld, eftir 2-1 sigur Stjörnunnar gegn Vestra. Klippa: Þrumuræða Mána um Stjörnuna Máni fór svo mikinn og leyndi því ekki að hann talaði sem Stjörnumaður, frekar en einhver óháður sérfræðingur, um það að Stjarnan hefði samið við tvo landsliðsmenn Síerra Leóne (Ibrahim Turay og Alpha Conteh) og Hollendinginn Damil Dankerlui sem á yfir 150 leiki í efstu deild Hollands. Áður hafði félagið fengið Steven Caulker sem spilandi aðstoðarþjálfara. „Ég held að þeir séu bara að stefna á það að vinna þennan Íslandsmeistaratitil og staðan er þannig núna að þeir eru komnir í bílstjórasætið með það ef þeir bara vinna þá leiki sem eftir eru af þessu móti,“ sagði Máni sem lýsti gjörbreyttri stefnu Stjörnunnar í leikmannamálum sem áhættufjárfestingu: „Hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega“ „Þetta er afrakstur þess sem hefur verið að gerast. Það er búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum sem verður til þess að ákveðnir leikmenn eru seldir út og þú hefur ekki neitt til að „replacea“ þetta, því þú hefur ekki sinnt þínu starfi almennilega. Þá er ég að tala um innviðina hjá félaginu. Það er ótrúlega dapurt því Stjarnan er líklega, ásamt Breiðabliki, með besta unglingastarfið í gegnum tíðina. Hefur verið að búa til mikið af ungum og flottum leikmönnum. Það fylgir því ákveðin sorg að horfa á að Stjarnan þurfi að kaupa þrjá útlendinga til að setja inn í liðið. Skýringin sem er notuð er að leikmenn sem þeir voru að nota í aukahlutverkum, að það eigi að „replacea“ þá með rándýrum leikmönnum, sem er náttúrulega mjög áhugavert. Það segir mér bara að þeir ætli að ná þessum árangri [að verða Íslandsmeistarar]. Ég segi að þetta sé áhættufjárfesting að því leyti að ef að Stjarnan vinnur ekki Íslandsmeistaratitilinn þá myndi ég segja að þetta sé ekki nógu vel heppnað. Og ef þeir ná til dæmis ekki Evrópusæti eftir þetta þá held ég að menn þurfi að fara í verulega naflaskoðun og einhverjir hausar að hugsa sinn gang,“ sagði Máni eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira