Enski boltinn

Sjáðu sigur­mark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af

Sindri Sverrisson skrifar
Markvörðurinn Altay Bayindir hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir markið sem Arsenal skoraði á Old Trafford í gær.
Markvörðurinn Altay Bayindir hefur fengið sinn skerf af gagnrýni eftir markið sem Arsenal skoraði á Old Trafford í gær. Getty/Marc Atkins

Margir vilja skrifa sigurmark Arsenal gegn Manchester United í gær á markvörð United. Markið má nú sjá á Vísi ásamt öðrum mörkum gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

André Onana fékk ekki sæti í leikmannahópi United í gær og í marki liðsins stóð Tyrkinn Altay Bayindir. Hann náði ekki að slá boltann í burtu þegar Arsenal átti hornspyrnu á 13. mínútu og Ítalinn Riccardo Calafiori nýtti sér það og skoraði með skalla.

Markið ásamt öllum helstu atvikum leiksins, og ummælum þjálfara liðanna, má sjá hér að neðan.

Klippa: Man. Utd - Arsenal 0-1

Chelsea og Crystal Palace gerðu markalaust jafntefli í Lundúnaslag en hinn eftirsótti Eberechi Eze náði þó að koma boltanum í netið þegar hann þrumaði í markið beint úr aukaspyrnu. Markið var hins vegar dæmt af þar sem að liðsfélagi hans, Marc Guehi, var of nálægt varnarvegg Chelsea. Reglurnar segja að sóknarliðið verði að vera að minnsta kosti í eins metra fjarlægð frá varnarvegg ef í honum standa að minnsta kosti þrír varnarmenn.

Aukaspyrnuna og allt það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan.

Klippa: Chelsea - Crystal Palace 0-0

Þá vann Nottingham Forest flottan 3-1 sigur gegn Brentford. Heimamenn skoruðu öll þrjú mörk sín í fyrri hálfleik og gerði Chris Wood tvö þeirra. Mörkin má sjá hér að neðan ásamt öðrum helstu atvikum leiksins.

Klippa: Nott. Forest - Brentford 3-1

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×