Innlent

Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vin­sælda

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju hafa notið mikilla vinsælda en ein slík verður haldin föstudagskvöldið 19. september næstkomandi.
Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju hafa notið mikilla vinsælda en ein slík verður haldin föstudagskvöldið 19. september næstkomandi. Aðsend

Heilunarguðþjónustur hafa notið mikilla vinsælda í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ en 35 slíkar messur hafa verið haldnar og verður sú þrítugasta og sjötta haldin nú í september. Þá verður líka stór viðburður í bæjarfélaginu, sem kallast Heimsljós.

Vigdís Steinþórsdóttir, 73 ára hjúkrunarfræðingur og íbúi í Mosfellsbæ er konan á bak við allskonar viðburði í bæjarfélaginu og víða um land. Hún hefur til dæmis verið mé sérstakar heilsuhelgar, sem hún kallar kærleiksdaga frá 1997 eða um 104 slíkar helgar til dagsins í dag. Allt vinnur hún þetta meira og minna í sjálfboðavinnu.

En nú stendur fyrir dyrum stór viðburður hjá Vigdísi í Mosfellsbæ þriðju helgina í september eða dagana 19. til 21. september en sá viðburður kallast Heimsljós og er haldin í Lágafellsskóla

“Þá safna ég saman upp í 120 manns til að vinna. Við erum með fyrirlestra, á hverjum heilum klukkutíma byrjar fyrirlestur, þannig að það eru 12 fyrirlestrar yfir helgina. Síðan erum við með fullt af kynningarborðum þar sem fólk er að kynna námskeið eða selja eitthvað og allskonar. Og svo eru við með prufutíma í meðferðum, 20 mínútna prufutíma í skólastofunum. Það er dásamlegt að vera svona í skóla og búa til góða orku fyrir börnin í skólanum. Þar er fólk með allskonar meðferðir eins og heilun, spámiðlun, nudd, bara nefndu það, dáleiðslu og allt mögulegt,” segir Vigdís.

Vigdís Steinþórsdóttir, 73 ára hjúkrunarfræðingur og dáleiðari í Mosfellsbæ, sem er í forsvari fyrir fjölbreytta viðburði í bæjarfélaginu.Aðsend

Vigdís segir að það sé mikil eftirvænting fyrir Heimsljósinu í september og hún sé að verða búin að fylla í öll pláss. Fyrsti dagskrárliður helgarinnar verður í Lágafellskirkju.

„Við byrjum þetta á föstudagskvöldinu 19. september með heilunarguðþjónustu upp í Lágafellskirkju og það er eitt af því, sem ég er að gera og það er allt í sjálfboðavinnu og Heimsljós er allt í sjálfboðavinnu,” segir Vigdís stolt og ánægð.

Heilsuhelgarnar hjá Vigdísi hafa gengið einstaklega vel í gegnum árin.Aðsend

Og Vigdís segir að alls hafi verið haldnar í gegnum árin um 35 heilunarguðþjónustur í Mosfellbæ, sem njóta alltaf mikilla vinsælda.

Kærleiksdagar heimasíðan

Heimsljós heimasíðan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×