Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 09:30 Wayne Rooney fékk ekki langan tíma hjá Birmingham enda var árangurinn enginn undir hans stjórn. EPA/ADAM VAUGHAN Wayne Rooney hefur tjáð sig um ummæli Tom Brady í heimildaþáttunum um Íslendingafélagið Birmingham City. NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025 Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
NFL goðsögnin kom inn í eigandahóp Birmingham og var fljótur að missa trú á Rooney sem þá var knattspyrnustjóri Birmingham. Rooney var síðan rekinn eftir aðeins 83 daga í starfi. Brady kom í heimsókn til Birmingham í nóvember 2023 og myndavélarnar voru á honum þegar hann mætti á æfingasvæðið og fylgdist með liðsfundi Rooney. Brady questioning my work ethic was very unfair - Rooney https://t.co/inxYOwgK0D— BBC News (UK) (@BBCNews) August 14, 2025 Brady efaðist í framhaldinu um vinnusemi Rooney og taldi hann ekki leggja nógu mikið á sig í starfinu. „Ég held að Tom hafi komið einu sinni til að fylgjast með og það var degi fyrir leik þegar minna er í gangi. Ég held að hann skilji ekki okkar fótbolta nógu vel,“ sagði Wayne Rooney í nýja þætti sínum The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann þekkir hins vegar vinnusemi og að leggja mikið á sig. Við vitum það,“ sagði Rooney. „Fótbolti er ekki NFL. NFL fólk er í vinnunni í þrjá mánuði á ári. Leikmenn þurfa að hvíla sig fyrir leik og mér fannst hann vera mjög ósanngjarn. Svona hvernig hann kom fram og orðaði þetta,“ sagði Rooney. Rooney segir að allt hafi verið í tómu rugli hjá félaginu þegar hann tók við. „Þarna voru leikmenn sem gátu ekki tekið félagið upp á næsta stig. Menn eins og Tony Mowbray og Gary Rowett komu á eftir mér og þeir voru líka í vandræðum,“ sagði Rooney. „Ekki misskilja mig. Ég ber mikla virðingu fyrir Tom Bady. Hann er einn af þeim allra bestu íþróttamönnum sögunnar ef ekki sá besti. Það lítur út fyrir að Birmingham sé núna að takst að komast á réttan stað sem er gott. Þeir náðu að mínu mati í leikmenn sem þeir þurftu til að komast upp,“ sagði Rooney. After Tom Brady criticised Wayne Rooney's work ethic in a viral documentary clip, the former Birmingham boss has responded... 💬 pic.twitter.com/WMn7pWpTWe— Sky Sports (@SkySports) August 14, 2025
Enski boltinn Mest lesið Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Sport Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira