„Einhver vildi losna við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Gianluigi Donnarumma fagnar með stuðningsmönnum Paris Saint Germain með Meistaradeildarbikarinn. EPA/FRANCK FIFE Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út. Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025 Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira