Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Aitana Bonmatí, besti leikmaður heims síðustu tvö ár, svekkir sig eftir tap Barcelona liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. EPA/JOSE SENA GOULAO Kvennalið Barcelona hefur lengið verið í hópi allra bestu liða Evrópu en karlarnir í forystu hjá Barcelona eru alveg tilbúnir að fórna konunum til að leysa fjárhagsvandræði karlaliðsins. Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib) Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib)
Spænski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira