Sport

Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bar­daga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Boxing gloves on boxing ring
vísir/getty

Hnefaleikaheimurinn syrgir í dag Japanann Shigetoshi Kotari sem lést í gær aðeins 28 ára gamall.

Kotari tók þátt í boxbardaga fyrir tæpri viku síðan. Hann varð fyrir alvarlegum meiðslum í bardaganum sem drógu hann til dauða í gær.

Hann fór í neyðaraðgerð á heila. Hún skilaði ekki tilætluðum árangri því hnefaleikakappinn er látinn.

Það gekk mikið á þetta hnefaleikakvöld því annar boxari þurfti einnig að fara í heilaaðgerð eftir bardagakvöldið. Ekkert hefur fengist staðfest um stöðuna á þeim boxara.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×