Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Valur Páll Eiríksson skrifar 13. ágúst 2025 15:00 Kjartan Henry var hugsað til van Persie þegar hann skoraði frægt mark í Vestmannaeyjum sumarið 2014. Samsett/Vísir/Getty Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Kjartan Henry Finnbogason elskar að negla boltum í markið og horfa á menn líkt og Robin van Persie gera slíkt hið sama. Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Það gladdi stuðningsmenn Manchester United álíka mikið og það syrgði Arsenal-menn þegar Robin van Persie, þáverandi fyrirliði Arsenal, gekk í raðir United sumarið 2012 eftir átta ára veru í Lundúnum. Óhætt er að segja að hann hafi stimplað sig inn í Manchester. Klippa: Enska augnablikið: Ótrúlegt mark van Persie gegn Aston Villa Van Persie skoraði 26 mörk á sinni fyrstu leiktíð og vann í leiðinni sinn fyrsta og eina enska úrvalsdeildartitil. Þrjú af mörkum hans komu í 3-0 sigri á Aston Villa í 34. umferð í sigri tryggði United titilinn. Eitt þeirra marka er sérlega eftirminnilegt þar sem van Persie svoleiðis smellhitti boltann viðstöðulaust á lofti. „Þetta van Persie mark eftir sendinguna frá Rooney var rosalega. Svo man ég að ég skoraði á móti ÍBV á Tuborg-leiknum gott volley mark. Gary Martin gaf geðveika sendingu og ég tók hann í fyrsta,“ segir Kjartan Henry, sem skoraði tvö marka KR í 4-1 sigri á ÍBV í undanúrslitum í bikarkeppninni sumarið 2014, um ári eftir mark Hollendingsins. Klippa: Magnað mark Kjartans Henry gegn ÍBV Hann hugsaði til hans eftir markið í Eyjum. „Ég man að ég hugsaði að þetta var líkt, að hitta boltann svona vel á lofti. Þetta minnti mig á þetta van Persie mark og mikilvægi leiksins. Mig minnir að þetta hafi komið okkur í bikarúrslit,“ segir Kjartan Henry sem var mikið fyrir að sparka fast í boltann. „Mér fannst svolítið gaman að taka boltann í fyrsta og negla á lofti. Allir sem hafa spilað með mér vita að ég tók hann aldrei innanfótar heldur bombaði alltaf. Ég var svo hrifinn af þessu marki hjá van Persie, þetta krefst svo mikillar tækni. Þegar maður sér þetta frá mismunandi vinklum sér maður hollenska tækni, gæða skólann, hvernig hann beitir líkamanum og allt það. Ég tengdi svolítið við þetta.“ Ótrúlegt mark van Persie má sjá í efri spilaranum, í þeim neðri má sjá ekki síður fallegt mark Kjartans Henrys sem var skorað ári síðar. Kjartan Henry mun lýsa leikjum og sinn umfjöllun í þáttum Sýnar Sport um enska boltann í vetur. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Tengdar fréttir Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Tveir dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Son Heung-Min, sem kvaddi Tottenham í sumar, hefur glatt Hjálmar Örn Jóhannsson mikið í gegnum tíðina. 13. ágúst 2025 08:03