Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2025 15:01 Kjartan Atli var mikill Andy Cole maður en sá tryggði sigurinn gegn Tottenham árið 1999 og enska meistaratitilinn í leiðinni. Samsett/Vísir Fimm dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Enski boltinn hefur haft mikil áhrif á sálartetur Kjartans í gegnum tíðina og leikur Manchester United og Tottenham vorið 1999 gleymist seint. „Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira
„Enska úrvalsdeildin hefur breytt líðan minni síðan ég man eftir mér; fært gleðistundir nær einhverskonar alsælu og stundum þyngt stemninguna ef hlutirnir fóru á annan veg en þeim var ætlað,“ segir Kjartan Atli. Aðeins einu stigi munaði á Manchester United og Arsenal fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar vorið 1999. United átti heimaleik við Tottenham og var stigi ofar en Skytturnar og því ljóst að sigur myndi duga United fyrir titlinum. Klippa: Enska augnablikið: Titillinn sem lagði grunninn að þrennunni Kjartan Atli, þá 15 ára gamall United stuðningsmaður, sat límdur við skjáinn. Hann segir frá: „Ein af mínum sterkari minningum er frá lokaleik deildarinnar 1999 á milli Manchester United og Tottenham. Leikurinn varð einhvern veginn smækkuð útgáfa af tímabilinu í heild sinni hjá United. Pressan var mikil og auðvitað þurfti United að fara Krýsuvíkurleiðina að þessu öllu saman,“ „Maginn sökk þegar Les Ferdinand kom Spurs yfir. Á þessum tímapunkti gat tímabilið orðið fullkomið en það var stutt á milli og hræðslan við vonbrigðin var þarna undirliggjandi,“ segir Kjartan en Arsenal mætti Aston Villa á sama tíma og vann 1-0 sigur þökk sé marki Nwankwo Kanu. „United-liðið kveikti á öllum hreyflunum eftir að hafa lent undir. Nokkur úrvalsfæri fóru í súginn áður en Beckham skoraði afar smekklegt mark,“ segir Kjartan. Á hans heimili þurfti þá að fara eftir hinum ýmsu kúnstarinnar reglum við áhorfið. „Leikir United voru helsta áhugamál fjölskyldunnar og mikið var um hjátrú þarna, hver og einn þurfti að sitja í réttu sæti og ýmislegt þannig.“ Cole lagði grunninn að þrennunni Svo kom að sigurmarkinu. „Minn maður Andy Cole kom inn á í hálfleik. Ég man enn eftir að hafa lesið það í Mogganum þegar United keypti hann frá Newcastle og þegar hann valdi að spila númer 17 (sem varð strax mjög svalt númer). Hann varð fljótt í miklu uppáhaldi,“ „Það var því jafnvel extra ánægjulegt þegar Cole skoraði sigurmarkið, frábær móttaka og afgreiðsla. Þetta var góð stund og þarna var fyrsta skrefið í átt að þrennunni frægu stigið,“ segir Kjartan Atli. Líkt og hann nefnir var þar grunnurinn lagður að sögulegum árangri Manchester United sem vann í kjölfarið ensku bikarkeppnina þökk sé 2-0 sigri á Newcastle United á Wembley og fjórum dögum síðar vannst frægur úrslitaleikur Meistaradeildarinnar við Bayern Munchen á Camp Nou í Barcelona þökk sé mörkum Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær, sem bæði komu í uppbótartíma. Allt það helsta úr leik United og Tottenham má sjá í spilaranum. Kjartan Atli mun stýra Sunnudagsmessunni á Sýn Sport í vetur þar sem hver umferð í enska boltanum verður gerð upp. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Sjá meira