Enski boltinn

Barist um undir­skrift Nunez

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Darwin Nunez er eftirsóttur.
Darwin Nunez er eftirsóttur. Etsuo Hara/Getty Images

Sádiarabíska félagið Al-Hilal og ítalska stórliðið AC Milan vilja bæði festa kaup á Darwin Nunez, framherja Liverpool.

Undirskrift Nunez er orðið helsta markmið Al-Hilal vegna þess að Victor Osimhen vildi ekki semja við félagið og svo virðist sem Alexander Isak og Benjamin Sesko ætli ekki að gera það heldur.

Á móti kemur AC Milan, sem vill einnig fá Nunez og hefur sett sig í samband við Liverpool.

Formlegt tilboð hefur ekki borist, hvorki frá Al-Hilal né AC Milan, en fastlega er gert ráð fyrir því að Nunez sé á förum.

Hann átti erfitt uppdráttar á síðasta tímabili, skoraði aðeins sjö mörk í öllum keppnum og náði ekki að festa sig í sessi sem byrjunarliðsmaður hjá stjóranum Arne Slot.

Liverpool hefur nú þegar gengið frá kaupum á nýjum framherja, Hugo Ekitike, og er í viðræðum við Newcastle um kaup á Alexander Isak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×