Sport

Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vanda­mál“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Christian Coleman og Sha'Carri Richardson eru kærustupar og liðsfélagar í spretthlaupalandsliði Bandaríkjanna.
Christian Coleman og Sha'Carri Richardson eru kærustupar og liðsfélagar í spretthlaupalandsliði Bandaríkjanna. Christian Petersen/Getty Images for World Athletics

Spretthlauparinn Sha‘Carri Richardson vildi ekki tjá sig um að hafa verið handtekin í síðustu viku fyrir að lemja kærasta sinn, Christian Coleman, en hann kom henni til varnar og sagði alla glíma við sín vandamál.

„Þetta var bara leiðindamál, mér fannst hún ekki hafa átt að vera handtekin“ sagði Coleman eftir keppni í 200 metra spretthlaupi í gær.

Sha‘Carri var handtekin á flugvellinum í Seattle, Bandaríkjunum og haldið í gæsluvarðhaldi í nítján klukkutíma fyrir að beita Christian ofbeldi. Hún var hreinsuð af öllum ásökunum eftir að hann neitaði að leggja fram kæru.

„Fólk lendir í rifrildum, tilfinningar blossa upp, svona hlutir geta gerst. Er hún að glíma við vandamál sem hún þarf að vinna í? Auðvitað. Ég líka, þú líka, allir glíma við sín vandamál.

Ég er þannig að skapi gerður, ég fyrirgef, sýni virðingu og umhyggju. Ég reyni að stíga til baka, sjá heildarmyndina og skoða hvernig hægt er að vinna úr vandamálunum“ sagði Coleman einnig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×