Enski boltinn

Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Maddison var borinn af velli aðeins tíu mínútum eftir að hann kom inn á.
Maddison var borinn af velli aðeins tíu mínútum eftir að hann kom inn á. Chung Sung-Jun/Getty Images

James Maddison, miðjumaður Tottenham, var borinn af velli af sjúkraliðum eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í æfingaleik gegn Newcastle fyrr í dag. Thomas Frank, þjálfari Tottenham, segir meiðslin slæm.

Maddison var aðeins inni á vellinum í um tíu mínútur áður en hann haltraði af velli og settist niður við hliðarlínuna. Hann kallaði strax á aðstoð sjúkraliða og var síðan borinn út af.

Maddison var greinilega sárþjáður og svo virtist sem verkurinn væri í hægra hnénu, sama hné og hélt honum frá keppni síðustu vikur tímabilsins í vor.

Hann meiddist í undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Bodö/Glimt og sneri ekki aftur fyrr en í æfingaleik fyrr í vikunni.

„Þetta er grimmt, það sem gerðist. Þetta lítur ekki vel út. Við vitum ekki nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin eru en þetta leit ekki vel út… Við erum nokkuð vissir um að þetta séu sömu slæmu hnémeiðsli og hann hefur verið að glíma við“ sagði þjálfari Tottenham, Thomas Frank.


Tengdar fréttir

Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son

Heung Min-Son hlaut heiðursskiptingu í sínum síðasta leik fyrir Tottenham, æfingaleik gegn Newcastle sem fór fram í heimalandi hans, Suður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×