Sport

Bein út­sending: Dagur þrjú á heims­leikunum í Cross­Fit 2025

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tia-Clair Toomey er að reyna að verða heimsmeistari í áttunda skiptið á ferlinum.
Tia-Clair Toomey er að reyna að verða heimsmeistari í áttunda skiptið á ferlinum. @crossfitgames

Heimsleikarnir í CrossFit fara fram í nítjánda sinn um helgina en keppt er að þessu sinni í Albany í New York fylki.

Fyrsti keppnisdagur fór fram á föstudag og keppni var framhaldið í gær, laugardag. Nýr heimsmeistari verður svo krýndur að lokinni keppni í dag, sunnudag. 

Colten Mertens er enn í efsta sætinu í karlaflokki og nýliðinn Mirjam Von Rohr trónir enn á toppnum í kvennaflokki. 

Ísland á ekki keppenda á heimsleikunum í ár en það hefur ekki gerst síðan árið 2008. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst árið eftir og síðan hefur Ísland verið áberandi á heimsleikunum.

Það er búist við harðri, jafnri og skemmtilegri keppni í þessari einni mestu þrekraun sem íþróttafólk reynir við.

Tia-Clair Toomey er að reyna að verða heimsmeistari í áttunda skiptið og í annað skiptið eftir að hún varð móðir.

Hér fyrir neðan má fylgjast með keppni dagsins í beinni. Alls eru sjö keppnisgreinar að baki og aðrar þrjár framundan í dag. 

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan en hún er á bandarískum tíma sem er fjórum tímum á eftir Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×