Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2025 09:00 Styrmir Snær Þrastarson er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Ívar Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. „Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06