Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2025 16:01 Félagarnir fara yfir málin með lunda nokkrum á Vestfjörðum. Hjólreiðagarpar frá þremur ólíkum Evrópulöndum halda ekki vatni yfir gestrisni, jákvæðni og hjálpsemi Íslendinga. Blaðamaður hitti kappana þar sem þeir köstuðu mæðinni í heitu vatni á Vestfjörðum sem er hluti af þeirra daglegu rútínu. Íslensk kaffihús hittu í mark hjá þremenningunum. Vinirnir sem eru frá Póllandi, Hollandi og Skotlandi kynntust í gegnum sameiginlegan hjólaáhuga sem leiddi til ferðalagsins til Íslands. Þeir skelltu sér í tíu daga hjólatúr um Vestfirði þar sem þeir hjóla vel á annað hundrað kílómetra á dag og leita um leið uppi heitar laugar. „Við gerðum það að hluta af ferðalaginu. Endurnæra bæti fæturna og andann áður en kemur að því að horfast í augu við mótvindinn á nýjan leik, og annað slíkt. Það er mjög nærandi,“ segir hinn hollenski Gert-Jan. Skytturnar þrjár kynntust í gegnum aðrar hjólaferðir í Evrópu. Gert-Jan heyrði af hjólreiðaleiðinni, heyrði í nokkrum félögum og kannaði áhuga. Flestir sögðu nei en hinn pólski Marcin og skoski Michael svöruðu kallinu. Félagarnir tóku strætó í Staðarskála og hófu svo hringferð sína á Borðeyri þar sem þeir byrjuðu að pedala með klukkunni um Vestfirði. Þeir dvelja ekki við veðrið, sem var af öllum mögulegum toga, en það er greinilegt að þeir kunna að meta þá Íslendinga sem hafa orðið á vegi þeirra. Svona var hringur þeirra félaga um Vestfirðina. Ferðalagið tók tíu daga.Vísir/Hjalti „Gestrisni Íslendinga hefur verið einstaklega mikil. Það er eins og við séum að koma heim til okkar, hvert sem við komum,“ segir hinn hollenski Gert-Jan. Svo ekki sé talað um kaffið. „Við erum að spá í að gefa út bók um bestu kaffihúsin á þessari hringferð okkar. Hjólreiðafólk þarf mat og drykk svo við heimsóttum mörg lítil kaffihús, með frábærum kökum og vöfflum,“ segir Gert-Jan. Hinn skoski Michael Thompsson tekur undir og segir sífellt gleðiefni þegar kaffihúsi birtist eins og vin í eyðimörkinni eftir langan hjólatúr. En það þarf meira en kaffi og kökur til að hjóla hundrað kílómetra á dag. „Þú þarft að hafa dálítinn húmor, vera í þokkalegu fofrmi en fyrst og fremst er það þrautseigja. Á hverjum degi koma upp augnablik þar sem þig langar til að stoppa. En með þessum tveimur hefur þetta verið dásamlegt,“ segir Gert-Jan. Hjólreiðar Kaldrananeshreppur Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira
Vinirnir sem eru frá Póllandi, Hollandi og Skotlandi kynntust í gegnum sameiginlegan hjólaáhuga sem leiddi til ferðalagsins til Íslands. Þeir skelltu sér í tíu daga hjólatúr um Vestfirði þar sem þeir hjóla vel á annað hundrað kílómetra á dag og leita um leið uppi heitar laugar. „Við gerðum það að hluta af ferðalaginu. Endurnæra bæti fæturna og andann áður en kemur að því að horfast í augu við mótvindinn á nýjan leik, og annað slíkt. Það er mjög nærandi,“ segir hinn hollenski Gert-Jan. Skytturnar þrjár kynntust í gegnum aðrar hjólaferðir í Evrópu. Gert-Jan heyrði af hjólreiðaleiðinni, heyrði í nokkrum félögum og kannaði áhuga. Flestir sögðu nei en hinn pólski Marcin og skoski Michael svöruðu kallinu. Félagarnir tóku strætó í Staðarskála og hófu svo hringferð sína á Borðeyri þar sem þeir byrjuðu að pedala með klukkunni um Vestfirði. Þeir dvelja ekki við veðrið, sem var af öllum mögulegum toga, en það er greinilegt að þeir kunna að meta þá Íslendinga sem hafa orðið á vegi þeirra. Svona var hringur þeirra félaga um Vestfirðina. Ferðalagið tók tíu daga.Vísir/Hjalti „Gestrisni Íslendinga hefur verið einstaklega mikil. Það er eins og við séum að koma heim til okkar, hvert sem við komum,“ segir hinn hollenski Gert-Jan. Svo ekki sé talað um kaffið. „Við erum að spá í að gefa út bók um bestu kaffihúsin á þessari hringferð okkar. Hjólreiðafólk þarf mat og drykk svo við heimsóttum mörg lítil kaffihús, með frábærum kökum og vöfflum,“ segir Gert-Jan. Hinn skoski Michael Thompsson tekur undir og segir sífellt gleðiefni þegar kaffihúsi birtist eins og vin í eyðimörkinni eftir langan hjólatúr. En það þarf meira en kaffi og kökur til að hjóla hundrað kílómetra á dag. „Þú þarft að hafa dálítinn húmor, vera í þokkalegu fofrmi en fyrst og fremst er það þrautseigja. Á hverjum degi koma upp augnablik þar sem þig langar til að stoppa. En með þessum tveimur hefur þetta verið dásamlegt,“ segir Gert-Jan.
Hjólreiðar Kaldrananeshreppur Ísafjarðarbær Ferðaþjónusta Mest lesið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fleiri fréttir Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Sjá meira