Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 14:07 Mario Matasovic er í Króatíu og fer ekki á EM. Vísir/Hulda Margrét Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Fjölmiðlafólk mætti á æfingu landsliðsins í Ásgarði í Garðabæ í dag og mátti sjá að þónokkrir úr hópi Íslands voru ekki á meðal leikmanna á æfingunni. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, Friðrik Leó Curtis, Mario Matasovic, Ólafur Ólafsson og Sigurður Pétursson voru ekki á æfingu dagsins og munu því ekki fara á komandi Evrópumót sem hefst eftir tæpan mánuð. Friðrik Leó hélt vestur um haf í skóla og var ákveðið að hans hagsmunum væri betur borgið þar en á EM. Mario Matasovic var þá í einhverjum vandræðum varðandi íslenskt vegabréf, en hann var á meðal þeirra sem fékk ríkisborgararétt í sumar. Hann er staddur í hinu heimalandinu sínu, Króatíu, og hefur ekki æft með íslenska liðinu. Hinir þrír hafa verið skornir úr hópnum sem verður svo skorinn enn frekar niður eftir því sem nær dregur móti. 14 leikmenn taka þátt á æfingamóti með íslenska liðinu á Ítalíu í byrjun ágúst og aðeins tólf leikmenn fara á EM. Fimm leikir fram að móti 1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leiknum. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgals og mætir þar liðum Portúgals og Svíþjóðar. Þann 22. ágúst mæta okkar menn svo Litáen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litáen. Þaðan verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst. Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst. Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Þorbjarnarson – KR – 29 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Fjölmiðlafólk mætti á æfingu landsliðsins í Ásgarði í Garðabæ í dag og mátti sjá að þónokkrir úr hópi Íslands voru ekki á meðal leikmanna á æfingunni. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, Friðrik Leó Curtis, Mario Matasovic, Ólafur Ólafsson og Sigurður Pétursson voru ekki á æfingu dagsins og munu því ekki fara á komandi Evrópumót sem hefst eftir tæpan mánuð. Friðrik Leó hélt vestur um haf í skóla og var ákveðið að hans hagsmunum væri betur borgið þar en á EM. Mario Matasovic var þá í einhverjum vandræðum varðandi íslenskt vegabréf, en hann var á meðal þeirra sem fékk ríkisborgararétt í sumar. Hann er staddur í hinu heimalandinu sínu, Króatíu, og hefur ekki æft með íslenska liðinu. Hinir þrír hafa verið skornir úr hópnum sem verður svo skorinn enn frekar niður eftir því sem nær dregur móti. 14 leikmenn taka þátt á æfingamóti með íslenska liðinu á Ítalíu í byrjun ágúst og aðeins tólf leikmenn fara á EM. Fimm leikir fram að móti 1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leiknum. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgals og mætir þar liðum Portúgals og Svíþjóðar. Þann 22. ágúst mæta okkar menn svo Litáen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litáen. Þaðan verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst. Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst. Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Þorbjarnarson – KR – 29
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira