Enski boltinn

Flýr Ten Hag og semur við Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erik ten Hag mun ekki geta nýtt krafta Granit Xhaka í vetur.
Erik ten Hag mun ekki geta nýtt krafta Granit Xhaka í vetur. vísir/getty

Fyrrum fyrirliði Arsenal, Granit Xhaka, er á leið í ensku úrvalsdeildina á nýjan leik.

Eftir talsvert japl, jaml og fuður hefur Sunderland tekist að ná samkomulagi við lið Xhaka, Bayer Leverkusen, um kaupverð. Það er í kringum 17 milljónir punda.

Sunderland náði samkomulagi við leikmanninn í síðustu viku og þessi 32 ára gamli miðjumaður mun skrifa undir þriggja ára samning við félagið.

Í síðustu viku sagði nýráðinn þjálfari Leverkusen, Erik ten Hag, að það kæmi ekki til greina að selja fleiri leikmenn. Félagið hefði þegar selt Florian Wirtz, Jeremie Frimpong og Jonathan Tah.

Xhaka átti þrjú ár eftir af samningi sínum við Leverkusen en virðist ekki hafa litist á framtíð félagsins með Ten Hag í þjálfarastólnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×