„Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 11:02 Hafþór Júlíus Björnsson var vinsæll úti í Þýskalandi enda ein af stærstu stjörnunum í aflraunaheiminum. @thorbjornsson Hafþór Júlíus Björnsson mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi afrek sitt frá helginni þegar hann setti nýtti heimsmet í réttstöðulyftu. Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum. Aflraunir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira
Hafþór lyfti 505 kílóum á kraftlyftingamóti í Þýskalandi. Hann hefur fengið hamingjuóskir alls staðar að og frá mörgum heimsþekktum mönnum eins og Elon Musk og Arnold Schwarzenegger. „Ég átti náttúrulega metið fyrir en það var svolítið umdeilt vegna þess hvernig það fór fram. Það fór fram í Covid 2020. Það var samt eitthvað sem ég gat ekkert gert við, því ég gat ekki stjórnað kórónuveirufaraldrinum. Ég setti það met heima. Ég náði síðan að slá metið mitt aftur í Þýskalandi,“ sagði Hafþór Júlíus í viðtali í Bítinu. Það þarf allt að vinna með þér „Það þarf allt að vinna með þér því smá mistök geta haft leiðinlegar afleiðingar og orðið til þess að þú getur klikkað á lyftunni,“ sagði Hafþór. Það kom upp vandamál þegar hann mætti út til Þýskalands. „Ég kem þarna út, það lítur allt vel út og flott aðstaða. Þegar við erum að hita upp þá sé ég að þeir nota grasmottu sem ég er ekki vanur. Ég hef aldrei keppt á slíku áður og þarna á miðju móti þurfti ég að aðlagast. Með svona grasmottu þá get ég ekki notað mína tækni,“ sagði Hafþór. „Þar sem að þessi grasmotta var þá átti ég erfitt með að rúlla stönginni að mér. Ég þurfti að aðlagast og toga 505 kíló án þess að nota mína tækni sem ég hef notað síðastliðinn tíu ár,“ sagði Hafþór. Hafþór hefur talað um að hann ætlaði sér að lyfta þessari þyngd en hversu lengi er hann búinn að vera með slíkar pælingar? Hætti í aflraunum árið 2020 „Ég hætti í aflraunum í smá tíma árið 2020. Ég fór að boxa og vann þar bardaga á móti Eddie Hall. Ég kem svo til baka og fer aftur að æfa af fullum krafti fyrir tveimur árum síðan,“ sagði Hafþór. „Ég létti mig ábyggilega um einhver fimmtíu kíló. Ég var 206 kíló áður en ég hætti, létti mig niður í 144 kíló á tveimur árum. Eftir það þá kem ég til baka, þyngi mig aftur um fimmtíu kíló og er núna aftur búinn að bæta metið,“ sagði Hafþór. „Mér leið miklu betur þegar ég var búinn að taka fimmtíu kíló af skrokknum en ástríðan, sem ég hef fyrir aflraunum og að vera sterkur, er það mikil að mig langaði aftur í þetta,“ sagði Hafþór. Átti erfitt með að sleppa takinu „Ég er orðinn 36 ára gamall og ég byrjaði að keppa í aflraunum þegar ég var tvítugur. Ég er búinn að eiga góðan feril en ég átti erfitt með að sleppa takinu. Mitt líf hefur snúist um þetta síðustu tvo áratugi,“ sagði Hafþór. Honum fannst tíminn vera að renna frá honum. „Ég fór að hugsa um það að ég ætti svona fimm ár eftir að hámarki í mínu sporti. Ef ég fer í þetta núna þá á ég aftur möguleika á að verða bestur. Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi,“ sagði Hafþór. Það má hlusta á allt viðtali hér fyrir neðan en þar talar hann líka um leik sinn í kvikmyndum og auglýsingum.
Aflraunir Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Fleiri fréttir Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Sjá meira