„Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2025 22:17 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var óneitanlega ánægður með frammistöðu sinna minna og hrósaði þeim innilega eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fram í kvöld. Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“ Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Það sem fór úrskeiðis hjá Víkingum í kvöld var óneitanlega að þeir náðu ekki að nýta þau góðu færi sem þeir fengu. „Mér fannst frammistaðan mjög góð og við spiluðum mjög vel allan leikinn, vorum kannski lengi að byrja leikinn en komumst svo vel inn í hann og vorum töluvert betra liðið.“ „Alls ekki sanngjörn úrslit og gífurlega svekkjandi úrslit, við vorum klárlega miklu sterkari aðilinn í leiknum. Við vorum í fyrri hálfleik aðeins að flækja þetta fyrir okkur, við vorum að fara fullmikið í gegnum miðjuna þeirra og fengum meðal annars markið á okkur þannig.“ „Engu að síður flott spilamennska í fyrri hálfleik og frammistaðan mun betri í seinni hálfleik eftir að við lagfærum nokkra hluti. Við vorum mun aggressívari í því sem við gerðum og við fengum fullt af tækifærum og stöðum til þess að skora mörk en boltinn vildi eitthvernveginn ekki inn. Það getur svo allt gerst í lokinn þegar það munar bara um eitt mark. Það er búið að vera keyrsla á okkur og ferðalög, menn eru að leggja mikið á sig og þeir sýndu mikinn kraft í dag og við náðum að stjórna leiknum á móti vel hvíldu Fram liði.“ „Við verðum að nýta þessar stöður sem við fáum, við fengum klárlega tækifærin í leiknum í dag og þetta er að kosta okkur svolítið mikið að nýta ekki þessi færi og við verðum að bæta það.“ Sölvi Geir þjálfari Víkinga var ánægður með innkomu varamanna og náði hann með þeim breytingum betri stjórn á leiknum. Sölvi er einnig ánægður með innkomu Óskars Borgþórssonar sem skrifaði undir hjá Víkingum í lok júní. „Óskar er búinn að vera frábær frá því hann kom, hann er ‘’complete’’ leikmaður sem er svakalega áræðin, vill ráðast á menn og er góður í því. Hann er með góð skot og er duglegur varnarlega, þetta er bara duglegur leikmaður sem við erum með í höndunum og ekki skemmir fyrir að þetta er æðislegur drengur.“ „Varamennirnir sem komu inn voru stórkostlegir allir saman og ég er virkilega sáttur með þá. Við erum með stóran og breiðan hóp og þeir komur sterkir inn og breyttu gang leiksins. Ég er mjög sáttur með frammistöðu leikmanna en ekki sáttur með færa nýtinguna en það er eitthvað sem við getum bætt.“
Besta deild karla Fram Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira