Lífið

Mynda­veisla: Landinn skemmti sér konung­lega í Vagla­skógi

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Kaleo spiluðu órafmagnað „unplugged“ sett klukkan þrjú.
Kaleo spiluðu órafmagnað „unplugged“ sett klukkan þrjú. Vísir/Viktor Freyr

Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu.

Ríflega sjö þúsund manns keyptu miða á hátíðina og komu saman í Vaglaskógi um helgina að hlýða á tónlist allan daginn, en þétt dagskrá var frá kaffileytinu þar sem fjöldi tónlistarmanna steig á stokk.

Kaleo stigu á stokk um þrjúleytið og spiluðu órafmagnað sett, áður en þeir lokuðu kvöldinu með rokklátum.

Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra sagði í fréttum fyrr í dag að það hefði verið með ólikindum hvað allt hefði gengið vel, og öll framkvæmd hefði verið til fyrirmyndar.

Þessi söng með.Vísir/Viktor Freyr
Smá símapása.Vísir/Viktor Freyr
Blíðviðrisdagur.Vísir/Viktor Freyr
Júníus Meyvant.Vísir/Viktor Freyr
Sumir tjölduðu alla helgina.Vísir/Viktor Freyr
Kúrekahattarnir settir upp.Vísir/Viktor Freyr
Í góðum gír um miðjan dag.Vísir/Viktor Freyr
Jökull fór í þjóðlega lopapeysu og setti á sig barðastóran hatt.Vísir/Viktor Freyr
Gleðin var við völd.Vísir/Viktor Freyr
Sumir með hatta.Vísir/Viktor Freyr
Langur dagur að baki og orkudrykkur við hönd.Vísir/Viktor Freyr
Glæsileg.Vísir/Viktor Freyr
Ástin sveif yfir vötnum.Vísir/Viktor Freyr
Taumlaus gleði.Vísir/Viktor Freyr
Tvær skvísur.Vísir/Viktor Freyr
Þessi eru sultuslök.Vísir/Viktor Freyr
Góð útilegustemning.Vísir/Viktor Freyr
Þessi létu smávægilegan rigningarskúr ekkert á sig fá.Vísir/Viktor Freyr
Stemning!Vísir/Viktor Freyr
Rokk og ról!Vísir/Viktor Freyr
Hegðun tónleikagesta var til fyrirmyndar og lögreglan hafði ekki í miklu að snúast.Vísir/Viktor Freyr
Hraðfréttastrákarnir Benni og Fannar voru kynnar.Vísir/Viktor Freyr
Sönglað með.Vísir/Viktor Freyr
Kúrekaþema.Vísir/Viktor Freyr





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.