Fótbolti

Joao Felix til liðs við Ron­aldo hjá Al Nassr

Siggeir Ævarsson skrifar
Joao Felix kveður Lundúnir og heldur til Sádí Arabíu.
Joao Felix kveður Lundúnir og heldur til Sádí Arabíu. Vísir/Getty

Joao Felix er á leið til Sádí Arabíu og semur þar við Al Nassr. Þar hittir hann fyrir liðsfélaga sinn úr portúgalska landsliðinu, Cristiano Ronaldo.

Felix, sem er 25 ára, er uppalinn hjá Benfica og var talið líklegt að hann myndi snúa þangað aftur eftir að hafa átt erfitt uppdráttar hjá Chelsea en nú er ljóst að ekkert verður úr þeirri endurkomu í bili. Kaupverðið er 30 milljónir evra en gæti þó hlaupið upp í 50 milljónir þegar fram líða stundir.

Felix gekk til liðs við Chelsea sumarið 2024 en skoraði aðeins eitt mark í tólf deildarleikjum það tímabilið. Síðasta vetur var hann á láni hjá AC Milan þar sem hann skoraði tvö mörk í 15 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×