„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Pálmi Þórsson skrifar 24. júlí 2025 23:13 Agla María Albertsdóttir átti mjög góðan leik með Blikum í kvöld. Vísir/Pawel Agla María Albertsdóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Blikar unnu 3-1 sigur á Þrótti í toppslag Bestu deildar kvenna í fótbolta og fannst það mjög jákvætt að vinna leikinn og tylla sér einar á toppinn. Þetta var fyrsti leikur eftir fjögurra vikna frí en einnig toppslagur og var það ekkert öðruvísi að koma inn í toppslag eftir svona langt frí? „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir. Þjálfarateymið náttúrulega með mikla tenginu við Þrótt. Kannski öðruvísi fyrir þá að mæta sínu fyrra félagi en fyrir okkur þá eru bara svo mörg lið í þessari deild sem eru jöfn. En Þróttur eru klárlega eitt af bestu liðunum. En þetta var bara hefðbundinn undirbúningur,” sagði Agla María. Agla sem fyrr átti góðan leik og var mikið í því að stinga boltanum inn fyrir og búa til marktækifæri. Er það kannski að uppleggið? „Nei ekkert þannig. Það bara opnuðust mikið svæði og Birta er góð í því að fá boltann inn fyrir. Við sáum bara að það opnuðust svæði fyrir það og þá herjuðum við á það. Ekkert flóknara en það. Við fórum aðallega yfir það hvernig við ætluðum að verjast og pressa. Við gerðum það mjög vel,” sagði Agla María. En pressan heppnaðist vel en Blikastelpur voru einnig góðar í að brjóta upp pressuna hjá Þrótti. „Heilt yfir vorum við bara sterkari aðilinn þó það hafi komið kaflar þar sem að þetta var jafnt en bara tvö hörku góð lið. En heilt yfir þá fannst mér þessi frammistaða verðskulda sigur,” sagði Agla María. En hvað þýðir þessi sigur fyrir Breiðablik? „Ég held að þessi sigur tákni ekkert annað en það að við förum í alla leiki til að vinna. Þetta er engin undantekning frá því. Við gerðum náttúrulega jafntefli við þær í fyrri umferðinni. Þannig það er frábært að klára þennan leik hérna á heimavelli og það á bara að vera stígandi í þessu hjá okkur. Við ætlum bara að byggja á þessa frammistöðu. Förum næst í bikarinn og ætlum að klára það. Koma okkur aftur á Laugardalshöll og við bara höldum áfram,” sagði Agla að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Þetta var fyrsti leikur eftir fjögurra vikna frí en einnig toppslagur og var það ekkert öðruvísi að koma inn í toppslag eftir svona langt frí? „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir. Þjálfarateymið náttúrulega með mikla tenginu við Þrótt. Kannski öðruvísi fyrir þá að mæta sínu fyrra félagi en fyrir okkur þá eru bara svo mörg lið í þessari deild sem eru jöfn. En Þróttur eru klárlega eitt af bestu liðunum. En þetta var bara hefðbundinn undirbúningur,” sagði Agla María. Agla sem fyrr átti góðan leik og var mikið í því að stinga boltanum inn fyrir og búa til marktækifæri. Er það kannski að uppleggið? „Nei ekkert þannig. Það bara opnuðust mikið svæði og Birta er góð í því að fá boltann inn fyrir. Við sáum bara að það opnuðust svæði fyrir það og þá herjuðum við á það. Ekkert flóknara en það. Við fórum aðallega yfir það hvernig við ætluðum að verjast og pressa. Við gerðum það mjög vel,” sagði Agla María. En pressan heppnaðist vel en Blikastelpur voru einnig góðar í að brjóta upp pressuna hjá Þrótti. „Heilt yfir vorum við bara sterkari aðilinn þó það hafi komið kaflar þar sem að þetta var jafnt en bara tvö hörku góð lið. En heilt yfir þá fannst mér þessi frammistaða verðskulda sigur,” sagði Agla María. En hvað þýðir þessi sigur fyrir Breiðablik? „Ég held að þessi sigur tákni ekkert annað en það að við förum í alla leiki til að vinna. Þetta er engin undantekning frá því. Við gerðum náttúrulega jafntefli við þær í fyrri umferðinni. Þannig það er frábært að klára þennan leik hérna á heimavelli og það á bara að vera stígandi í þessu hjá okkur. Við ætlum bara að byggja á þessa frammistöðu. Förum næst í bikarinn og ætlum að klára það. Koma okkur aftur á Laugardalshöll og við bara höldum áfram,” sagði Agla að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Handbolti Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport Fleiri fréttir Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Sjá meira
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport
Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Sport