Sport

Dag­skráin: Fyrstu Bestu mörkin eftir EM, for­múla, píla og golf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brestu mörkin fara aftur af stað í kvöld.
Brestu mörkin fara aftur af stað í kvöld. Vísir/vilhelm

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á föstudögum.

Besta deild kvenna í fótbolta fór aftur af stað eftir EM-frí í gær og nú klárast umferðin með tveimur leikjum sem báðir eru í beinni.

FH tekur á móti Fram í Kaplakrikanum og Víkingur, með nýjan þjálfara, tekur á móti Stjörnunni.

Bestu mörkin munu síðan gera upp alla elleftu umferðina eftir leikina.

Formúla 1 er í Belgíu í þessari viku og það verður sýnt beint frá æfingu og frá tímatöku fyrir Sprint keppnina.

Það verður einnig The Senior Open golfmótinu og frá kvöldi sjö á World Matchplay í pílukasti.

Kvöldið endar síðan með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

SÝN Sport 4

Klukkan 12.30 hefst bein útsending frá The Senior Open golfmótinu.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 10.25 hefst bein útsending frá fyrstu æfingu fyrir belgíska kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 14.25 hefst bein útsending frá tímatöku fyrir Sprint keppnina sem er haldin í tengslum við belgíska kappaksturinn í formúlu 1.

Klukkan 18.30 hefst útsending frá kvöldi sjö á á World Matchplay í pílukasti.

Klukkan 23.00 hefst bein útsending frá leik Los Angeles Dodgers og Boston Red Sox í bandarísku hafnaboltadeildinni.

Sýn Sport Ísland

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik FH og Fram í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Klukkan 20.00 hefjast Bestu mörkin þar sem ellefta umferð Bestu deildar kvenna verður gerð upp.

SÝN Sport Ísland 2

Klukkan 17.50 hefst bein útsending frá leik Víkings og Stjörnunnar í Bestu deild kvenna í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×