Sport

Hálf­fimm­tug Venus snéri aftur með sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Venus Williams og Hailey Baptiste fagna sigri gærdagsins.
Venus Williams og Hailey Baptiste fagna sigri gærdagsins. Scott Taetsch/Getty Images

Hin 45 ára gamla Venus Williams snéri aftur á tennisvöllinn í gær eftir sextán mánaða fjarveru.

Williams, sem hefur unnið sjö risatitla í einliðaleik og fjórtán risatitla í tvíliðaleik, á tennisferli sínum samþykkti að taka þátt á Washington Open mótinu á svokölluðu Wildcard.

Hún leikur með Hailey Baptiste og saman unnu þær sigur gegn Eugenie Bouchard og Clervie Ngounoune. Williams og Baptiste unnu fyrsta settið 6-3 og það annað 6-1.

Þetta var í fyrsta skipti í þrjú ár sem Williams keppir í tvíliðaleik, en hún mætir einnig til leiks í einliðaleik á morgun, þriðjudag, þegar hún mætir hinni bandarísku Peyton Stearns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×