Sport

Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Joe Burrow í leik með Bengals.
Joe Burrow í leik með Bengals. vísir/getty

Á síðasta ári lentu fjölmargir þekktir íþróttamenn í Bandaríkjunum í því að brotist var inn á heimili þeirra. Nú hefur komið í ljós að Suður-amerískur glæpahringur stóð á bak við innbrotin.

Á meðal þeirra sem lentu í þessum skipulögðu innbrotum voru NFL-stjörnurnar Patrick Mahomes, Travis Kelce og Joe Burrow sem og NBA-stjarnan Luka Doncic.

Það var sama munstrið í öllum innbrotunum. Það var brotist inn heima hjá þeim er þeir voru að spila útileiki annars staðar í Bandaríkjunum.

Nú hefur maður í New York sem rekur veðlánastarfsemi viðurkennt samstarf við glæpahringinn og að hafa ætlað að selja hluta af þeim munum sem stolið var heima hjá Burrow, leikstjórnanda Cincinnati Bengals.

Sá hefur verið í samstarfi við glæpahringinn í að minnsta kosti fimm ár. Hann á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi og verður líklega vísað úr landi eftir það en maðurinn er af georgískum uppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×