Fótbolti

Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benjamin Sesko er á óskalista Manchester United.
Benjamin Sesko er á óskalista Manchester United. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United er í framherjaleit og tvö nöfn hafa verið nefnd til sögunnar sem koma sterklega til greina.

Florian Plettenberg hjá Sky Sports í Þýskalandi greinir frá því að United horfi sérstaklega til Benjamin Sesko, framherja RB Leipzig. 

Sesko var lengi vel á radarnum hjá Arsenal, en Skytturnar eru langt komnar með að landa Viktor Gyokeres frá Sporting í Portúgal og því verður að teljast ólíklegt að liðið sæki einnig Sesko.

„Sesko er leikmaður sem segist alveg getað hugsað sér að vera bara áfram hjá RB Leipzig ef rétta tilboðið kemur ekki,“ segir Plettenberg um áhuga United á leikmanninum.

Hann segir einnig að Nicolas Jackson, framherji Chelsea, sé á óskalista United.

„Sesko er einn af tveimur eða þremur leikmönnum sem koma til greina sem ný nía hjá United. Nicolas Jackson er annar,“ bætti Plettenburg við.

Jackson hefur leikið með Chelsea frá árinu 2023, en koma Joao Pedro til félagsins virðist setja sæti Jacksons í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×