Golf

Vallarmet féllu á frá­bærum Korpubikar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiðrún Anna og Kristófer með verðlaunin sín,
Heiðrún Anna og Kristófer með verðlaunin sín, mynd/GSÍ

GSÍ-mótaröðin hélt áfram um helgina en þá fór Korpubikarinn fram á Korpúlfsstaðavelli. Óhætt er að segja að boðið hafi verið upp á frábært golf.

Vallarmet féll nefnilega bæði í karla- og kvennaflokki.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir sló vallarmetið í kvennaflokki í gær er hún kom í hús á 63 höggum.

Það dugði þó ekki til sigurs því Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr GOS var öruggur sigurvegari eftir að hafa spilað frábærlega. Hún var ellefu höggum undir pari á mótinu. Hún er búin að vinna öll fjögur mótin á GSÍ-mótaröðinni í sumar.

Sigurvegari í karlaflokki varð Kristófer Karl Karlsson úr GM. Hann spilaði samtals á sautján höggum undir pari og var einu höggi á undan Tómasi Eiríkssyni Hjaltested sem bætti vallarmetið á laugardag með því að spila á 62 höggum.

Þetta var fimmta mótið í mótaröðinni og það síðasta fyrir Íslandsmótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×