Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2025 15:38 Smilla Holmberg var algjörlega niðurbrotin eftir vítaklúðrið en hún er aðeins átján ára gömul og á sínu fyrsta stórmóti á ferlinum. Getty/EyesWideOpen Hin átján ára gamla Smilla Holmberg var skúrkurinn þegar sænska kvennalandsliðið datt út á Evrópumótinu í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni. Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Svíar voru svo nálægt því að komast í undanúrslitin en þær sænsku misstu niður tveggja marka forskot í leiknum sjálfum og þrjú af fimm klúðrum þeirra í vítakeppninni var þegar mark hefði tryggt þeim sæti í undanúrslitum. Holmberg fór á vítapunktinn í sjöundu spyrnu þegar hún varð að skora til að halda sænska liðinu á lífi í vítakeppninni en hún skaut þá yfir. Hún var sú fimmta í liðinu sem klikkaði á víti en það var hennar klikk sem réði þó endanlega úrslitum. @Sportbladet Hún brotnaði algjörlega niður í kjölfarið en liðsfélagarnir reyndu sitt besta til að hugga hana. Nú hefur Smilla Holmberg tjáð sig í fyrsta sinn opinberlega. „Það greip mann svo mikill tómleikatilfinning að þetta skildi ekki hafa farið eins og ég og allir sáum fyrir okkur. Mér fannst við geta gert svo miklu meira á þessu móti,“ sagði Smilla Holmberg við P4 Stockholm. „Þetta var sorgleg leið til að detta úr leik og auðvitað eru það gríðarleg vonbrigði að ég skuli hafa klikkað á vítaspyrnunni. Það mun taka langan tíma að melta þetta,“ sagði Smilla. „Auðvitað mun ég samt taka víti aftur. Að þora að taka þá ábyrgð er hluti af því að verða góður fótboltamaður. Þetta er hluti af því að læra og þroskast sem leikmaður og manneskja,“ sagði Smilla. Hún hefur fengið mikinn stuðning eftir þetta erfiða kvöld og fékk meðal annars skilaboð frá sænsku goðsögninni Zlatan Ibrahimovic. „Hann hefur verið fyrirmyndin mín allt mitt líf eða alveg síðan ég var smástelpa. Það er frábært að svo margir, og þar á meðal hann, hafa sent mér skilaboð. Ég er þakklát fyrir það því það skiptir miklu máli,“ sagði Smilla.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Tengdar fréttir Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30 Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18 „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss. 19. júlí 2025 09:30
Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. 18. júlí 2025 15:18
„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess. 18. júlí 2025 08:01