Golf

Vél­mennið leiðir Opna breska fyrir loka­daginn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lætur sér fátt um finnast.
Lætur sér fátt um finnast. EPA/MARK MARLOW

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, er með nauma forystu fyrir lokadag Opna breska meistaramótsins í golfi.

Hinn 29 ára gamli Scheffler hefur spilað hreint út sagt frábærlega í dag. Um tíma leit út fyrir að hann væri að næla í níunda fugl dagsins á 18. holu en allt kom fyrir ekki. Scheffler spilaði á 64 höggum í dag eða sjö undir pari sem þýðir að hann er tíu undir pari samanlagt.

„Hann spilar eins og honum sé alveg sama. Við höfum ekki séð svona framkomu síðan Tiger Woods var upp á sitt besta. Hann er án alls vafa besti kylfingur heims í dag. Ef þú sigrar Scheffler þá vinnur þú mótið. Hann er vélmenni,“ sagði Wayne Riley, sérfræðingur Sky Sports um spilamennsku Scheffler.

Scheffler hefur þegar sigrað PGA-meistaramótið í ár og stefnir nú á að bæta Opna í safnið. Hann mun þó fá harða samkeppni þar sem stutt er í næstu menn.

Matthew Fitzpatrick frá Englandi er aðeins einu höggi á eftir Scheffler þökk sé magnaðri spilamennsku í dag. Þar á eftir koma Brian Harman og Li Haotong á átta höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×