Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. júlí 2025 14:15 Stjórnarmenn United hafa lengi haft augastað á Mbuemo en tóku ekki endanlega ákvörðun fyrr en þeir hittust á Íslandi. getty Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði. Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði. Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Jim Ratcliffe, meirihlutaeigandi Manchester United, hefur verið á Íslandi síðustu vikuna hið minnsta. Framkvæmdastjórinn Omar Berrada og Jason Wilcox, yfirmaður íþróttamála, komu svo til Íslands að hitta Ratcliffe. Síðustu tvo sólarhringa hafa þeir fundað stíft, Ratcliffe er þeirrar skoðunar að stórar ákvarðanir skuli ekki taka á fjarfundum, samkvæmt umfjöllun The Athletic. Eitt af mörgum veiðihúsum Ratcliffe, við Selá í Vopnafirði. Ratcliffe býður undirmönnum sínum reglulega á fundi á framandi stöðum, hann hitti Omar Berrada til dæmis fyrst á skíðum í Ölpunum. Hann er líka stærsti landeigandi á Íslandi og hefur einbeitt sér að laxveiðijörðum á Austurlandinu. Megintilgangur ferðarinnar og fundanna á Austurlandi í vikunni var að ræða framtíðaráform og uppbyggingu félagsins en þeir hafa líka notið lífsins og náttúrunnar, skellt sér í veiði og sökkt í sig íslenska sumrið. Út frá fundunum á Austurlandi var svo tekin ákvörðun um að kaupa Bryan Mbuemo, leikmann Brentford. Viðræður milli félaganna hafa staðið yfir í allt sumar. Manchester United hefur ekki viljað borga sjötíu milljónirnar sem Brentford bað um, en eftir góða veiði á Vopnafirði ákváðu stjórnarmennirnir að samþykkja það. Þetta er annað árið í röð sem stjórnarmenn Manchester United hittast á Austurlandi. Á síðasta ári greindi Austurfrétt frá því þegar Glazer-fjölskyldan kom hingað til lands en hún var þá enn stærsti hluthafi í félaginu og Jim Ratcliffe minnihlutaeigandi. Ferðin í ár er senn á enda. Undirbúningstímabil Manchester United er nýhafið og liðið leikur fyrsta æfingaleikinn á morgun. Omar Berrada og Jason Wilcox fljúga í fyrramálið til Stokkhólms og horfa á liðið spila þar við Leeds. Óvíst er hvort Ratcliffe fari með eða verði áfram á Vopnafirði eins og hann hefur verið undanfarna viku allavega. Ratcliffe líkar lífið á Íslandi allavega ágætlega, hann naut sín vel um síðustu helgi og sást sötra á einum ísköldum á kránni á Vopnafirði.
Enski boltinn Vopnafjörður Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira