Sport

Ofur­hugi endaði lífið í sund­laug eftir að svif­vængja­flug hans fór á versta veg

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ofurhuginn Felix Baumgartner var fæddur til að fljúga eins og hann var með húðflúrað á handlegg sínum.
Ofurhuginn Felix Baumgartner var fæddur til að fljúga eins og hann var með húðflúrað á handlegg sínum. Getty/Buda Mendes

Austurríski ofurhuginn og goðsögnin Felix Baumgartner lést í gær 56 ára gamall eftir að áhættusöm uppátæki hans náðu loksins í skottið á honum.

Baumgartner var í svifvængjaflugi á Ítalíu þegar hann missti stjórn í loftinu, mögulega vegna veikinda, og hrapaði til jarðar. Hann endaði í sundlaug á hóteli og dó samstundis.

Kona í sundlauginni slasaðist en ástand hennar er stöðugt.

Baumgartner stundaði hættuleg stökk allt sitt líf og tók að sér hin ýmsu áhættuatriði. 

Hann lifði fyrir áhættuatriði og að fljúga sem hraðast. Hann var þannig með húðflúrið „Fæddur til að fljúga“ á handleggnum.

Baumgartner var þekktastur fyrir stökk sitt úr geimnum til jarðar árið 2012 en það var stór heimsfrétt á sínum tíma.

Baumgartner setti ýmiskonar heimsmet með því stökki. Hann náði þar 39 kílómetra fallhlífarstökki og náði mest 1357 kílómetra harða á klukkustund á leiðinni niður. Hann varð þar einnig fyrsta manneskjan til að rjúfa hljóðmúrinn í slíku stökki.

Baumgartner var goðsögn og brautryðjandi í jaðaríþróttum í heiminum.

''



Fleiri fréttir

Sjá meira


×