Fótbolti

United gerir til­boð í Mbeumo í þriðja sinn

Siggeir Ævarsson skrifar
Bryan Mbeumo vill fara til Manchester United en Brentford vill fá fullt af peningum fyrir kappann
Bryan Mbeumo vill fara til Manchester United en Brentford vill fá fullt af peningum fyrir kappann Vísir/Getty

Sagan endalausa af væntanlegum félagskiptum Bryan Mbeumo frá Brentford til Manchester United heldur áfram en United lagði í dag fram nýtt tilboð í leikmanninn upp á 70 milljónir punda þegar allt er talið.

United hefur verið að eltast við leikmanninn í allt sumar eða því sem næst og er þetta þriðja tilboðið sem liðið leggur fram en upprunalega bauð United 45 milljónir staðgreitt og tíu milljónir enn í árangurstengdar greiðslur.

Nýjasta tilboð hljóðar upp á 65 milljónir út í hönd og fimm milljónir í árangurstengdar/aðrar greiðslur eða 70 milljónir punda alls. Ef tilboðið verður samþykkt þarf United svo að semja við leikmanninn um laun en talið er að hann vilji fimmfalda launin sín, úr 50 þúsund pundum á viku í 250 þúsund, sem myndi gera hann að einum launahæsta leikmanni United.

Sá tími sem það hefur tekið United að klára þessi kaup er orðið að hálfgerðum farsa og hafa skot flogið úr ýmsum áttum eins og til dæmis frá Domino's.


Tengdar fréttir

Mbuemo fer fram á fimmfalt hærri laun

Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er sagður vilja ganga til liðs við Manchester United en fer fram á fimmfalt hærri laun, sem félagið er talið tilbúið að borga þar sem það er að losa tvo launahæstu leikmenn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×