Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 08:30 Alisha Lehmann fagnar sætinu í átta liða úrslitum Evrópumótsins. Getty/Alexander Hassenstein Svissneska kvennalandsliðið í fótbolta er í fyrsta sinn komið í átta liða úrslit á Evrópumótinu og fótboltaæði hefur gripið svissnesku þjóðina. Það er því svolítið undarlegt að vinsælasti leikmaður liðsins fái lítið sem ekkert að spila á þessu Evrópumóti. Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Hér erum við að tala um hina 26 ára gömlu Alishu Lehmann sem fær ávalt mestu athyglina í liðinu hvort sem hún spilar eða ekki. Lehmann hefur aðeins komið við sögu í einum leik á EM í Sviss og spilaði þá bara í níu mínútur. Hún kom inn á völlinn á 81. mínútu í lokaleiknum í riðlakeppninni á móti Finnum þegar Sviss var einu marki undir og leið úr keppninni. Riola Xhemaili tryggði Sviss jafntefli og sæti í átta liða úrslitum með jöfnunarmarki á annarri mínútu í uppbótatíma. Alisha Lehmann með stuðningsfólki svissneska landsliðsins eftir leik.Getty/James Gill Lehmann er með milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og er stærsta stjarna liðsins þó að það sjáist ekki inn á fótboltavellinum. Öryggisvörðurinn fylgir henni eftir Vinsældir hennar eru slíkar að öryggisvörður svissneska liðsins þarf að passa mest upp á hana eftir leiki þegar leikmenn hitta svissnesku stuðningsmennina. Ein af þeim sem eyðir líka mestum tíma með stuðningsfólkinu er einmitt umrædd Alisha Lehmann. @Sportbladet Bæði í leikjum liðsins í Basel og Genf hefur jakkaklæddur maður fylgt henni eftir um völlinn. Þegar Lehmann tekur myndir af sér með stuðningsfólkinu og gefur eiginhandaráritanir þá er hann aldrei langt undan. Við og við þarf hann að skipta sér af of æstum eða ágengum stuðningsmönnum. Blaðamaður Aftonbladet tók eftir þessu og spurði fjölmiðlafulltrúa svissneska liðsins út í þetta. „Við pössum alltaf upp á það að öryggi allra leikmanna á leikvanginum sé tryggt. Þetta eru kröfur frá UEFA um það og yfirmaður öryggismála okkar er líka alltaf á svæðinu. Hann er alltaf til staðar þegar leikmenn fara til stuðningsmanna og vegna þess hversu Alisha Lehmann er vinsæl þá þarf hann stundum að fylgja henni meira eftir en öðrum,“ sagði fjölmiðlafulltrúinn Sven Micossé. Í sérflokki í vinsældum Lehmann spilar með Juventus á Ítalíu. Hún er með tólf milljón fylgjendur á TikTok og sautján milljón fylgjendur á Instagram. Hún er sérflokki þegar kemur að vinsældum knattspyrnukvenna á samfélagsmiðlum. Pia Sundhage, þjálfari svissneska liðsins, hefur ekki notað hana mikið í leikjum en mótshaldarar og svissneska knattspyrnusambandið nýta aftur á móti frægð Lehman til kynna Evrópumótið og svissneska landsliðið. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Sundhage hrósar Lehman fyrir að vera góða fyrirmynd og segir að hún eigi þátt í að stækka kvennafótboltann í Sviss. Allir mega segja það sem þeir vilja Lehmann hefur sjálf ekki miklar áhyggjur af því sem er sagt um hana á samfélagsmiðlum en það er nú ýmislegt. „Allir mega segja það sem þeir vilja. Á samfélagsmiðlum sýnum við aðeins lítið brot af okkar lífi. Fólk sér ekki hvað ég er að gera restina af deginum,“ sagði Lehmann í viðtali við Blick fyrir mótið. Móður hennar var einu sinni misboðið og kom dóttur sinni til varnar. „Ég hringdi í mömmu og sagði henni að hafa ekki áhyggjur af þessu. Hún fékk bara nóg. Mér er sama þótt að fólk sé að skrifa eitthvað neikvætt um mig. Móðir mín verður leið af því að hún vill mér bara það besta. Það er gott að vita af því að hún stendur þétt við bakið á mér,“ sagði Lehmann. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Látinn eftir höfuðhögg í leik Í beinni: Real Oviedo - Barcelona | Vilja ekki missa Real of langt frá sér Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Elías hélt marki Midtjylland hreinu í Evrópudeildinni Sandra María komin á blað í Þýskalandi Sveinn skoraði í tíu marka leik gegn liði úr C-deild Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn