Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2025 09:31 Levi Colwill fagnar sigri Chelsea með heimsbikar félagsliða. Getty/Michael Reaves Levi Colwill og félagar í Chelsea urðu fyrstu meistararnir í hinni nýju heimsmeistarakeppni félagsliða eftir sannfærandi sigur á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. 32 liða heimsmeistarakeppni hefur verið umdeild enda eykur hún heldur betur álagið á bestu leikmenn heims. FIFA hefur mikla trú á keppninni og setti mikinn pening í verðlaunaféð. Colwill hefur líka mikla trú á henni. Chelsea mun halda þessum titli í fjögur ár því næsta HM félagsliða fer ekki fram fyrr en árið 2029. „Ég sagði það fyrir mótið að okkar plan væri að vinna þessa keppni og fólk horfði á mig eins og ég væri klikkaður,“ sagði Levi Colwill. „Þannig að ég ætla að segja það sama um ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á komandi tímabili,“ sagði Colwill. „Þetta er stærsti bikar sem ég hef unnið á ferlinum. Ég held líka að heimsmeistarakeppni félagsliða verði stærri en Meistaradeildin og við vorum þeir fyrstu til að vinna hana,“ sagði Colwill. „Þetta var yfirlýsing hjá okkur. Ef við höldum áfram að vinna titla í framtíðinni þá fara allir að gefa okkur þá ást sem við eigum skilið,“ sagði Colwill. „Við erum gott lið og það er einkennismerki Chelsea. Við stöndum saman sama hvað gengur á. Ég held að leikmenn eins og John Terry, Frank Lampard og Didier Drogba hafi byrjað á þessu og við höldum áfram á þeirri braut,“ sagði Colwill. „Þeir voru allir stórkostlegir leikmenn, bestu menn í sinni stöðu sem unnið mikið saman. Við erum með bestu leikmennina í okkar liði og unga leikmenn. Okkar plan er að vinna stærstu titlana fyrir Chelsea. Við höfum alla burði til þess að gera það og höfum líka sýnt það. Allir sögðu að PSG væri besta lið í heimi og við unnum þá 3-0,“ sagði Colwill. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
32 liða heimsmeistarakeppni hefur verið umdeild enda eykur hún heldur betur álagið á bestu leikmenn heims. FIFA hefur mikla trú á keppninni og setti mikinn pening í verðlaunaféð. Colwill hefur líka mikla trú á henni. Chelsea mun halda þessum titli í fjögur ár því næsta HM félagsliða fer ekki fram fyrr en árið 2029. „Ég sagði það fyrir mótið að okkar plan væri að vinna þessa keppni og fólk horfði á mig eins og ég væri klikkaður,“ sagði Levi Colwill. „Þannig að ég ætla að segja það sama um ensku úrvalsdeildina og Meistaradeildina á komandi tímabili,“ sagði Colwill. „Þetta er stærsti bikar sem ég hef unnið á ferlinum. Ég held líka að heimsmeistarakeppni félagsliða verði stærri en Meistaradeildin og við vorum þeir fyrstu til að vinna hana,“ sagði Colwill. „Þetta var yfirlýsing hjá okkur. Ef við höldum áfram að vinna titla í framtíðinni þá fara allir að gefa okkur þá ást sem við eigum skilið,“ sagði Colwill. „Við erum gott lið og það er einkennismerki Chelsea. Við stöndum saman sama hvað gengur á. Ég held að leikmenn eins og John Terry, Frank Lampard og Didier Drogba hafi byrjað á þessu og við höldum áfram á þeirri braut,“ sagði Colwill. „Þeir voru allir stórkostlegir leikmenn, bestu menn í sinni stöðu sem unnið mikið saman. Við erum með bestu leikmennina í okkar liði og unga leikmenn. Okkar plan er að vinna stærstu titlana fyrir Chelsea. Við höfum alla burði til þess að gera það og höfum líka sýnt það. Allir sögðu að PSG væri besta lið í heimi og við unnum þá 3-0,“ sagði Colwill. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
HM félagsliða í fótbolta 2025 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira